laugardagur, mars 17, 2007

Koss á kinn


Hef stundum velt því fyrir mér þetta með kossareglurnar. Fólk sem maður heilsar með brosandi "hæ!" eða "góðan daginn" á virkum dögum, kemur og kyssir mann og faðmar á barnum um helgar. Undantekningarlaust.

Annars finnst mér fólk kyssast almennt meira nú á dögum, svona við heilsu- eða kveðjustund. Ég kyssi td alltaf foreldra mína og fjölskyldu þegar ég hitti þau og kveð, sem og bestu vini mína.

Svo er ég líka í einu stykki Team 11 sem faðmast hressilega við nánast öll tækifæri. En þar er samt eitt frávik eftir þjóð. Því Norðmenn kyssa mann ekki á vangann. Þeir bara faðma. Því hef ég stundum átt í þeim nokkrum hallærislegum augnablikunum með norsku krökkunum. Því ég smelli einum snöggum en þau bara faðma og knúsa. En flestir Svíar og Danir smella nú yfirleitt einum með.

Fór annars allsgáð á þrjá skemmtistaði í gær og var til að ganga 5. Það var mjög gaman. Ég tók eftir því að vinsælt þykir að standa fyrir framan mann og brosa án þess að segja neitt. Standa og kannski dilla sér aðeins. Og bara brosa. Er þetta við-reyn?
Stefni aftur á galeiðuna í kvöld.

Úti er þykk þykk snjókoma. Hérna inni er ég með kertaljós, Ellý Vilhjálms á fóninum og nýbúin að borða risa-morgunmat. Nammi namm. Toppmóment. Djöfull kann ég að njóta þessa blessaða lífs. Ó já! Get ekki sagt annað ó nei ó sei...

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég kyssti eitt stykki ameríkana á kinnina í gær þegar ég hitti hann í fyrsta skipti. Hann varð hálfhvumsa,, ég tók fast í hendina á the Chad, heilsaði og kyssti hann á aðra kinn.. greinilega ekki "in" að kyssa á kinn í ameríku..
Ætli þetta sé ekki spænsk áhrif, þeir kyssa útí eitt hvort sem þeir þekkja mann eða ekki..

Dilja sagði...

já fyndnar svona menningarlegar reglur eða siðir, eða norm. Hvað þetta heitir nú allt saman...

Nafnlaus sagði...

já ósjálfráð viðbrögð mín voru að færa mig undan þegar að pabbi eins af spænsku skiptinemunum sem að voru með mér í Germany ætlaði að kyssa mig bak og fyrir. Samt skammaðist ég mín pinku á eftir :)