föstudagur, mars 30, 2007

Fyrir akkúrat ári síðan var ég stödd í hvítum (veit ekki tegund) bíl ásamt Hörpu, Bjarka og Guðrúnu Elvu (jú og Sölva Frey) á leið niður strönd Californiu. Bjarki bílstjóri í peysu í bandarísku fánalitunum og við stúlkurnar með kúrekahatta. Já allt var 100% roadtripstyle. Og rosa gaman. Enduðum svo í ríkisbubbalífi og með því í Las Vegas.
Trúi ekki að það sé komið eitt ár síðan, 365 dagar síðan!
Væri meira en til í að vera að upplifa þetta núna...

En já, spennandi tímar framundan. Lokaverkefnið mitt fer að fá á sig betri mynd á næstu vikum. Hlakka við að takast á við það. Afmælið mitt er eftir viku. Páskarnir líka. Öll páskaegg í afmælisgjöf eru afþökkuð, sendið þau til mæðrastyrksnefndar.
Svo eru atvinnutilboðin að detta á borð. Allt saman mjög spennandi, en ennþá á leyndóstigi. Nú já hver vill ekki ráða ferskan KaosPilot? KaosPilot sem er einmitt í nýútgefnu Mannlífi í grein sem heitir "Dætur Íslands". Bara stutt og laggott. Gleymdi samt að koma því að að ég væri Rokklingur af lífi og sál.

Góða nótt hunangshrossin mín, góða nótt

8 ummæli:

Sigríður sagði...

Flott grein og mjööög flottar myndir af þér í Mannlífi. Verð samt að segja að þú færð feitan mínus fyrir að gleyma Rokklingunum!!

Dilja sagði...

og gleyma að tala um þig!!! en ég tala þó aðeins um vini mína...including you beib:)

koss og knús

Sigríður sagði...

Heyrðu já, mikið rétt. Gleymdir að vera með mynd af mér í hendinni í myndatökunni ;) En ég tók það nú alveg til mín þegar þú talaðir um vini þína :D

Kamilla sagði...

Thu att vaentanlega eintak sem thu getur synt mer i sumar...

Eg er i Mukilteo, Washington og Anna Kristin er ad gera americano brunch handa mer. A morgun aetla eg i mollid. Hahahah.

Lovju.
Mill

Dilja sagði...

auðvitað geymi ég eitt til að sýna þér elskan mín!
sakna þín óendanlega mikið, en finnst samt mega smart að þú sért að fara til TEXAS! það er e-ð svo næsti bær við "njú orlíns - huggulegt"

Maja pæja sagði...

Já greinin var rosaflott og myndirnar líka :) Ég er búin að kaupa blaðið ;);)

Dilja sagði...

þetta á eftir að auka sölu blaðsins ha!

Sigríður sagði...

Já þokkalega. Maður er meira að segja að heyra um það að það sé verið að flytja blaðið milli landa bara út af viðtalinu við þig ;)