miðvikudagur, mars 21, 2007

Tók blogger svo langan tíma að opna "new post" gluggann að ég man ekki hvað ég ætlaði að blogga um. Rámar ekki einu sinni í það.
Annars er ég með síþreytu á háu-hærra-hæst stigi, og það er ekkert dúllulegt við það. Byrjuð að drekka kaffi daglega til að vinna þessu baráttu við sybbið. E-ð varð að koma inn fyrir bakkus.
Skrýtið hvað líkaminn er eins og þrjóskur unglingur sem gerir allt til að pirra mig og valda mér vonbrigðum. Í fyrsta sinn í langan tíma sef ég rétt, borða ég rétt, tek ég vítamín, drekk ekki áfengi (ok jú reyki), fer í jóga og er góð við mig og mína...þá er minn bara konstant þreyttur.

Annað hvort er ég preggó, eða með of lágan blóðsykur. Líst betur á seinni möguleikann. ...já eða kannski kemur hann frekar til greina.

Næsta færsla verður tileinkuð Maríu Rún Bjarnadóttur og Vífli manni hennar. Ég bíð eftir mynd til að hafa hana fullkomna.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Er krílið komið??? Víííí
-Brynka beibí

Nafnlaus sagði...

Hæ skvís!
Ég frétti að þú hefðir smellt mynd af tennta víkingnum! Þú verður að setja hana fljótt á netið eða senda mér, mig langar svo til að sjá krílið.

Nafnlaus sagði...

aalveg kannast ég við svona blóðsykursþreytu. Hélt ég væri með vott af sykursýki á tímabíli því ég féll svo snöggt og oft í blóðsykri. Er þess vegna alltaf að borða nammi til að halda honum stöðugum,,, og veel uppi:)

Dilja sagði...

VÍKINGUR VÍFILSSON er sætastur!! almáttugur hvað barnið er fallegt, og hélt augunum opnum allan tímann og sjarmeraði alla uppúr skónum.

Kann ekki að færa myndir frá síma til tölvu, en bíð eftir myndum frá nýbökuðum pabba, eða vífli.

Hver var þetta í kommenti nr.2 annars?