Núna er ég spennt fyrir komandi tíð. Jú í þeim skilningi að ég er dama og einu sinni í mánuði verð ég svona spennt. Fyrir tíðunum greinilega. Ekki alveg sammála. En jú í ákveðið uppnám fer ég og hugarfar mitt breytist...sem breytir þá minni mannlegu hegðun. Tárvot hafa augun mín verið sl sólarhringinn. Og hefur ýmislegt sett tárin af stað. Svo langar mig líka stanslaust í frostpinna með miklu ávaxtabragði, jú eða bara íslkalda (helst smá frostbitna) ávexti.
Alveg magnað að vera svona. Já bara svona mannlegur er það ekki?
Svo er ég líka spennt fyrir nýrri tíð í mínu lífi. Flytja heim á Njálsgötuna, í íbúðina mína. Rútínuna. Verkefnavinnuna. Edrúmennskuna. Heilsuræktina. Já tímamót verða þetta svo sannarlega.
Þegar ég opnaði þennan blogger glugga ætlaði ég að skrifa um e-ð allt allt annað. Sem ég man ekkert hvað er núna. Eitt sem mig langar hins vegar til að bæta við færsluna er að ég hef horft mikið á þættina Heroes sl daga. Og ég get svarið það að þeir eru byrjaðir að fokka smá í hausnum á mér. Er e-r að upplifa svipað? Eða er ég bara svona grunn...
Bæjó þið þarna úti sem gerið ekkert annað en að kommenta hérna... Vei. Punktur.
9 ummæli:
Ég er líka búin að vera að fylgjast með þessum þáttum og ég trúi tótallí á mannlegar ofurhetjur... Hell! I am one!!! Og þú líka! :)
Eg get flogið!!! ;)
hvunnsdagshetur! mér finnst þaðs vo flott orð.
Og Elín, ég flýg svo oft í draumum mínum, ekkert smá góð tilfinning...
ég get nú ekki sagt að ég geti flogið í draumum mínum, ef það er eitthvað þá hrapa ég í þeim. En heilinn á mér fer mjög oft á hugmynda flug svo ég sætti mig við það. Einig flýg ég oft í skýjunum af hamingju.
Ég flýg líka oft í mínum draumum. Ótrúlega góð tilfinning, það er meira að segja taktík. Ef ég dreg djúpt andann þá flýg ég hærra.. Anda frá mér og þá lendi ég. hehe.
Hlakka til að koma aftur í heimsókn til þín á Njallann.
heilsurækt + Esjan - ekki gleyma því!
já tinna alveg spes tilfinning, hvernig maður tekur á loft og eykur hraðann. Ég er alveg með mitt líka.
Gulli: þokkalega ESJAN!! ég hlakka mikið til. Eigum við að gera deit 5.feb?
Ég er ekkert smá heilluð af þessu Esjudæmi ykkar! Þið eruð nú algjörar hetjur standa í því hehe
oj..það leiðinlegasta sem að ég hef gert um ævina er að fara upp Esjuna ...
voða jákvæð og glöð stelpa samt :)
Skrifa ummæli