miðvikudagur, janúar 03, 2007

Stjörnuspeki

...finnst mér svolítið skemmtilegt áhugamál. Ég les mína alltaf daglega, og það á nokkrum miðlum. Svo hef ég lesið mér heilmikið um stjörnumerkin sjálf. Sum meira en önnur.
Þetta er stjörnuspá Hrútsins dagsins í dag og hef ég lúmskt gaman af henni:
HrúturHrútur: Það sem maður laðast að og það sem er manni gott er ekki endilega alltaf það sama. En það finnst jafnvægi þarna á milli. Hvatvísin gerir lífið enn meira heillandi en endranær í kvöld.
Suma daga er stjörnuspáin beittari en aðra daga. Mín stjörnuspá fyrir árið 2007 má svo sannarlega rætast.

Já og gleðilegt ár kæru lesendur. Ég er að hugsa um að gera árslistauppgjör fyrir nýliðið ár. 2006 var eftirminnilegt ár. Ég get skipt því niður í nokkra og mjög ólíka kafla. Ársuppgjörið er í mótun, ef ég verð andvaka í nótt (vegna öfugsnúins sólarhrings eftir síðustu helgi ársins) skelli ég inn einni slíkri færslu.
Ef ekki; vil ég nota þennan miðil til að hvetja alla til að skella sér á nýopnaðan stað á Laugaveginum (fyrir ofan Spúútnikk). Hann heitir Boston og er einn fallegasti staður sem ég hef séð. Þvílíkur stíll og þvílík stemmning. Þarna munu öllum sem fallegt umhverfi kunna vel að meta, líða vel og fíla sig. Gó gó gó...

2 ummæli:

sunnasweet sagði...

skemmtileg spá :)

Nafnlaus sagði...

ég held að 2007 verði rosalegt ár...