sunnudagur, október 01, 2006

Heimspekilegar vangaveltur stúlku með flensu, snemma a sunnudagskvöldi

Ég er búin að vera velta þessu svolítið fyrir mér, lífinu og mannlífinu. Ekki kynlífinu samt. Ég hef hugsað mér að geyma það þangað til eftir giftingu. En það er eitt sem kom mér á óvart um daginn. Hvurslags galli hjá Guði er það að láta okkur mannfólkið alltaf detta út í 6-10 tíma af sólarhring. Kannski ekki galli en e-r vöntun á útsjónarsemi. Heimurinn bíður uppá svo margt og við gætum kannski komið meiru í verk ef við værum bara vakandi verur á vegum Guðanna. Það fer tildæmis nokkuð aðeins of mikill tími í það hjá mér að vera með eftirsjá. Eða ekki eftirsjá, en svona samviskubit um að hafa ekki gert nóg. Og svo plana ég líka afskaplega mikið, er góð í því. En svo finnst mér líka voða gott að gera bara það sem mig langar hverju sinni og njóta þess augnabliks. Að Grípa Augnablikið er eitt af mínum fallegustu áhugamálum. Ég einbeiti mér oft að því.
Ég er mjög sátt við þetta líf mitt. (reyndar ekki hvað ég er feit)
En bara það að vita að ég get gert allt það sem ég vil (jæja næstum því allt) veitir manni smá frelsi. Ég vildi óska þess að ég hefði nokkra súperkrafta.
Kraftur nr.1 Að geta smellt fingri og verið komin til Íslands.
Kraftur nr.2 Getað læknað yndislega manneskju sem liggur inná spítala.
Kraftur nr.3 (ok var ekki alveg komin með hann en 3 is the magic number) ok flogið eins og fuglinn.

Það að eiga stúdentsár í útlöndum er ómetanlegt og ég mæli með því við fyrir alla sem ég þekki. Skrýtið að þetta sé kannski mitt síðasta ár. Og þess má geta að þessi færsla er skrifuð í móki hita og horstíflu. Það kannski hefur eitthvað með það að gera að þetta virkar bull. En ef vel er að gáð er þetta nú ekki svo galið...eða hvað?

7 ummæli:

Tótla sagði...

Veistu Diljá þetta er það sem maður á að gera. Vera bara þakklátur fyrir það sem maður hefur og getur gert í lífinu. Batniknús og straumar yfir hafið til þín....

sunnasweet sagði...

láttu þér batna fitubollusystir...kossar og knús

Dilja sagði...

takk fyrir smússið kæru vinkonur;)

Nafnlaus sagði...

Sammála tótlu,, ég er að reyna að taka mig á og vera þakklát líka fyrir það sem maður hefur. Ég gleymi því alltof oft. Láttu þér batna luv, sjáumst soon.

Maja pæja sagði...

batnistraumar frá einni veikri til annarrar. Sakna þín mikið þessa dagana, þú ert ómetanleg vinkona :*

Nafnlaus sagði...

Knús Diljá mín! Vonandi ertu orðin hress.

Dilja sagði...

takk og sömuleiðis veika mæsa!
þið eruð æðislegar vinkonur:)