mánudagur, september 18, 2006

It’s a wonderful life that you bring, it´s a wonderful wonderful thing

Ég hef núna verið að vinna sem baksviðs tík (backstageBitch) um rúm 5 ár og núna á Laugardaginn varð ég í fyrsta skipti svona starstrucked, en það var hann NickCave. Hann er svo mikið í alla staði, hann er hæfileikaríkur og flottur tónlistarmaður. Ég roðnaði og flissaði þegar hann yrti á mig. Og mér fannst alls ekkert leiðinlegt að hann púðraði sig með nýja Kanebo púðrinu mínu rétt áður en hann fór inná svið.
Já svona er maður, hefur gaman af því missa töffarann og njóta þess að vera starstrucked. Þýðir ekkert annað.

Fer aftur til árósa á morgun, Harpa heldur nánast ekki jafnvægi lengur, bumban glerhörð...en enginn Emil byrjaður að banka:( Ég er smá skúffuð (elska þetta orð), sé þá litla rassinn ekki fyrr en í október.
3ja markmið þessarar heimferðar var slegið með stæl, ég er komin með ótrúlega spennandi samstarfsaðila fyrir verkefni þessarar annar. En félagið Framtíðarlandið
mun njóta kaospilotakrafta minna. Meira um það seinna.

Ætla að fara og njóta síðasta dagsins á Íslandi í bili.
Bæjó og já ef þið ætlið að kommenta, gerið það þá undir nafni. Ég er of forvitin manneskja til að geta umborið svona nafnlaust, og þá sérstaklega e-ð skítkast.

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hvaða komenta skítkast vat þetta í síðustu færslu.
Aumingja skapur að skrifa ekki undir nafni

Dilja sagði...

já... algjör aumingjaskapur!

Nafnlaus sagði...

Þú varst nú soldið "starstrucked" líka þegar Buena vista kom:) Skiljanlega eins og þeir eru flottir. Til hamingju með litla Emil sem er svo alls ekkert lítill! 19 merkur er ekkert smá myndarlegur strákur.

Nafnlaus sagði...

Sé annars stundum eftir að hafa yfirgefið leikhusbransann, hefði borgað mér sjálfri mér fyrir að fá af vera "backstage bitch" á Pina Bausch. Rétta Gumma skrúfur eða eitthvað og fylgjast í leiðinni með ballerínunum hennar Pinu.

Dilja sagði...

mér finnst svo æðislegt hvað ég er fá margar hamingjuóskir vegna súmó:)
en já prófaðu að fnæsa á gumma og þá leyfir hann þér kannski að hjálpa sér. En mundu bara að það er bara á milli hans og þín... ha?

Gulli sagði...

ok ok, að mikilvægari málum - ertu á landinu? Ætlaru að hitta mig og Möttu? Matta er búin að fitna og ég þarf að æfa dönsku, því ég er farinn að slá henni við sænsku.

Dilja sagði...

ég er komin aftur til árósa elsku Gulli. Annar myndi ég ekkert heitar vilja en hitta ykkur hlussurnar skandinavönsku;)
kem aftur 13 okt...sjáumst þá!

Maja pæja sagði...

Aldrei klára þetta kanebo-púður!!! Notaðu það við sérstök tilefni og leimmér líka að fá smá ;)