

Harpa og Helgi taka sem afskaplega vel út sem nýbakaðir foreldrar...og ég tek mig úr í mínu hlutverki sem kærastan hans nokkuð vel líka. Svo er ég líka rosa meyr og væmin og tárast við og við. Hann kom í fangið á mér aðeins klukkustundar gamall og því augnabliki mun ég líklegast aldrei gleyma. Ó hvað ég elska þessa nýju mannveru heitt.
21 dagur þangað til ég fæ að kjassa kæróinn minn næst.
7 ummæli:
Ji hvað maður er lítill og sætur. Þið takið ykkur mjög vel út saman. Innilega til hamingju með litla kútinn Harpa og Helgi.
Sannkallað sjarmatröll :)
vonandi heilsast móðurinni vel eftir að koma svona stórum strák í heiminn.
Flottur pjakkur og þið takið ykkur vel út saman ;)
kv.Sóley
Er svo meyr...verð að skella á þig hamingjuóskum...þér og Hörpu:) Fæ alveg sting í magann hvað hann er fallegur og hvað þetta er ómetanlegt allt saman...veit þú átt eftir að vera besta "frænkan" í heimi...tár tár
Flannel-náttfata-eigandinn þinn;)
Ps. Ef vísitölufjölskyldusyndromið skyldi færast yfir Hörpuna og hún skelli upp eitt stykki Barnaland.is síðu eða einhverri annarri síðu með Emil í aðalhlutverki þá verður'u að láta vita...ok?
ohoo þið eruð svo sæt saman... og hann er algjört sjarmatröll ;)hi hí.. taktu mig með í heimsókn til hörpu e 21 dag :)
vá hvað hann er sætur og knúsilegur...
takk fyrir kveðjurnar allar saman, gleður mig mikið að þið sjáið hjónasvip hjá mér og kæró;)
heheh
ég vel aðeins það besta;)
Svona stór börn plumma sig vel í lífinu...ætti að vita það :)
Hann er æðigæði knúsímús...ooo manni langar að hnakkaþykktarmæla hann hehehe
Skrifa ummæli