laugardagur, september 09, 2006

downtownKoldingcity

Stúlkan er stödd í Kolding city, eða Kolding town.
Hún er í húsmæðraorlofi...með dash af rómans, hjá Ragnari sínum.
Við dúfurnar sitjum núna á rosalega huggulegu og snobbuðu cafei/bar/restaurant, já og það meira að segja hótelbar. Sitjum á móti hvort öðru á lökkuðu háborði, á milli okkar eru samt 2 stk. kjöltutölvur. Þetta er eini staðurinn sem við gátum komist á netið, án þess fer maður víst ekki í gegnum daginn á þessum síðustu og verstu. Fyrst maður er kominn á svona fínan stað, tekur maður þetta þá ekki alla leið? Mér við hlið er ískalt hvítvínsglas og hálfkláruð laxabaguetta.

Aðeins lengra á sama háborði eru svo tveir íslendingar, sem við höldum að séu saman í vinnuferð. Kannski fundi. Þau þekkjast ekkert mjög vel og eru að reyna að plumma sig í gegnum samtöl um nákvæmlega ekki neitt. Við Ragnar erum svo hrokafull að við nennum ekki að tala við þau og látum eins og við séum enskumælandi...en sendum svo svört grín okkar á mill á msn. Já svona er maður...

Jæja já, svo er maður á leiðinni heim á miðvikudaginn. Hlakka mikið til! Hlakka bara til þessarar annar. Matnaðurinn og eldmóðurinn er í hámarki. Ég og Kamilla (já ég er að blogga um þig elskan!) ætlum að vinna verkefni saman, reyndar aðskilin. En saman. Almáttugur, við erum hið fullkomna teymi. Þetta verður röööhhúúst:)

Er farin, farin að skoða stöðuvatn og kastala í rómansstemmningunni...

Lifið lengi en ekki í fatahengi...

5 ummæli:

Kamilla sagði...

Vid tøkum thetta med stæl og dyfu!!!

Sakna thin.

Katrin er med ælupest og er ad fara ad halda 30 manna afmælisparty eftir tvo tima! Best ad fara ad klæda hana i kjol og tubera a henni harid.

Takk fyrir ad blogga um mig. Ætla ad fara ad segja lesendum mins bloggs ad fara i rass og rofu fyrir ad kommenta aldrei!!

Nafnlaus sagði...

greinilega very næs stemning þarna hjá ykkur í útlandinu:) Hér er þynnka, rigning, ofát og leti í gangi. Tek detox dag ala diljá á morgun.
Save trip heim toots, sjáumst vonandi hressar næstu helgi.

Maja pæja sagði...

Hlakka til að sjá þig skvís... until then stay cool ;)

Nafnlaus sagði...

hæ elsku Dill

Mér finnst þetta svo kúl myndir hjá þér. Geturðu sagt mér hvaða forrit þú notar til að gera svona lagað?

sjáumst kannski um helgina
Harpa partner

Sigrún sagði...

ég hefði líka þóst vert útlendingur, ég er rasisti, þoli ekki Íslendinga í útlöndum (já nema þá sem ég þekki auddað) æi skiljið þetta eins og þið viljið bara... he he he
Goða ferð heim