Hið árlega jólaskap Diljár er mætt á svæðið. Aðeins fyrr á ferðinni en vanalega, oftast gerist það um miðjan Október. Komst að því fyrir 3 mín síðan að hún Fanney mín er eins. Og sitjum við hér og hlustum á hann Nat okkar singja um tjestnöts rósting on ei ópen fæjér... Voða huggulegt. 3 af 4 Dalgasdömum tóku sér dömufrí, eða húsmæðraorlof, í dag miðvikudag. Það er stundum bara svo nauðsynlegt að vera góður við sig á þessum síðustu og verstu. Við tókum laaaangan morgunmat og er e-ð betra en það? Og núna kom Guðný færandi hendi; íslenskt kúlusúkk í skál. Íslenskt nammi er einfaldlega betra í útlöndum. Og gott er það nú fyrir.
En já talandi um morgunmat, eða brunch. Það er nú meira móðins að segja brönsj ikke sant? Þá höfum við, rjómi íslendinga í Árósum stofnað brönsj-klúbb. Og verður hann í ástundum hvern sunnudag...allan daginn. Eins og á sunnudaginn sl. Þá var þetta 12 tíma brunch. Ómetanlegt og já maður á að taka hvíldardaginn heilagan! Við fundum okkur svo vel í þessari klúbbastofnun að við ákváðum að stofna matarklúbb líka í leiðinni, og verður fyrsta matarboðið í kvöld. Helgi ætlar að sjá um 3ja rétta máltíð með smá víndropa, ekki mikið, skóli daginn eftir. Alveg nóg að gerast í royal-heitunum hjá okkur stúdentunum í Árósum.
Þú og ég og jól. Ein í alfyrsta sinn.
Ég hlakka svo til, ég hlakka alltaf svo til.
Kveðja
Diljá jólastelpa
miðvikudagur, september 27, 2006
föstudagur, september 22, 2006
Hann elsku Súmó minn


Harpa og Helgi taka sem afskaplega vel út sem nýbakaðir foreldrar...og ég tek mig úr í mínu hlutverki sem kærastan hans nokkuð vel líka. Svo er ég líka rosa meyr og væmin og tárast við og við. Hann kom í fangið á mér aðeins klukkustundar gamall og því augnabliki mun ég líklegast aldrei gleyma. Ó hvað ég elska þessa nýju mannveru heitt.
21 dagur þangað til ég fæ að kjassa kæróinn minn næst.
mánudagur, september 18, 2006
It’s a wonderful life that you bring, it´s a wonderful wonderful thing

Já svona er maður, hefur gaman af því missa töffarann og njóta þess að vera starstrucked. Þýðir ekkert annað.
Fer aftur til árósa á morgun, Harpa heldur nánast ekki jafnvægi lengur, bumban glerhörð...en enginn Emil byrjaður að banka:( Ég er smá skúffuð (elska þetta orð), sé þá litla rassinn ekki fyrr en í október.
3ja markmið þessarar heimferðar var slegið með stæl, ég er komin með ótrúlega spennandi samstarfsaðila fyrir verkefni þessarar annar. En félagið Framtíðarlandið
mun njóta kaospilotakrafta minna. Meira um það seinna.
Ætla að fara og njóta síðasta dagsins á Íslandi í bili.
Bæjó og já ef þið ætlið að kommenta, gerið það þá undir nafni. Ég er of forvitin manneskja til að geta umborið svona nafnlaust, og þá sérstaklega e-ð skítkast.
laugardagur, september 09, 2006
downtownKoldingcity

Hún er í húsmæðraorlofi...með dash af rómans, hjá Ragnari sínum.
Við dúfurnar sitjum núna á rosalega huggulegu og snobbuðu cafei/bar/restaurant, já og það meira að segja hótelbar. Sitjum á móti hvort öðru á lökkuðu háborði, á milli okkar eru samt 2 stk. kjöltutölvur. Þetta er eini staðurinn sem við gátum komist á netið, án þess fer maður víst ekki í gegnum daginn á þessum síðustu og verstu. Fyrst maður er kominn á svona fínan stað, tekur maður þetta þá ekki alla leið? Mér við hlið er ískalt hvítvínsglas og hálfkláruð laxabaguetta.
Aðeins lengra á sama háborði eru svo tveir íslendingar, sem við höldum að séu saman í vinnuferð. Kannski fundi. Þau þekkjast ekkert mjög vel og eru að reyna að plumma sig í gegnum samtöl um nákvæmlega ekki neitt. Við Ragnar erum svo hrokafull að við nennum ekki að tala við þau og látum eins og við séum enskumælandi...en sendum svo svört grín okkar á mill á msn. Já svona er maður...
Jæja já, svo er maður á leiðinni heim á miðvikudaginn. Hlakka mikið til! Hlakka bara til þessarar annar. Matnaðurinn og eldmóðurinn er í hámarki. Ég og Kamilla (já ég er að blogga um þig elskan!) ætlum að vinna verkefni saman, reyndar aðskilin. En saman. Almáttugur, við erum hið fullkomna teymi. Þetta verður röööhhúúst:)
Er farin, farin að skoða stöðuvatn og kastala í rómansstemmningunni...
Lifið lengi en ekki í fatahengi...
mánudagur, september 04, 2006
stúlkurnar í aarhus

Hérna á Dalgas Avenue er líka allt fullt af kertum og lömpum og góðu karma. Svona stelpu karma. Þetta er ekta stelpuheimili. Hérna er verið að skiptast á fötum, svara hinu kyninu sms-um og e-mailum. Ekkert fer af stað fyrr en allir hafa samþykkt. Túrtappategundir rökræddar. Hollar uppskriftir eldaðar...og þeim svo skolað niður með ódýru eðalrauðvíni úr Nettó. Allar máltíðir eru royal svo lengi við höfum fallegar sérvéttur og vínglös.
Skólaárið fer vel á stað, já og það kannski í alla staði. Bæði faglega...og félagslega. Félagsleg skemmtun í KaosPilot er ekkert í lágmarki. En núna verður maður að fara að velja og hafna. Maður þarf nú ekki að mæta í öll teitin og boðin. Reyna kannski að mæta frekar sem oftast í ræktina. Það finnst mér gott markmið.
Jæja ég er farin að "læra heima"...og verðlauna mig svo með nokkrum þáttum af Grey´s Anatomy. Stúlkan er alveg kolfallin fyrir læknanemunum í Seattle.
bæjó