miðvikudagur, maí 24, 2006

það er LEIKUR að læra...

Já nú er skólinn byrjaður á fullu aftur hérna í Árósum og framundan eru langir og strangir dagar. Verkefnið sem er framundan er nánast ómögulegt. Eða reynið að setja 34 stjórnunar og skoðanaglaða KAOSPILOTA saman í eina stofu og látið þá taka EITT próf SAMAN. Prófið samanstendur úr einni skýrslu (í hvaða formi sem er, má vera video eða verkfærakassi ef út í það er farið) og svo 2ja daga kynningu og vörn með öllu tilheyrandi. Eigum að skila eftir viku og kynna og verja eftir 2,5 vikur...og erum ennþá að reyna að finna skipulagsformið...og dýpka "collective knowledge" (ok engum nema KP finnst þetta e-ð fyndið...)

En hvað um það. Hver dagur hefur verið árangursríkur að mínu mati. Hver dagur er líka eins og rússibanaferð. Stundum langar manni að ganga út og gefa þessum besservisserum (bekkjarfélugum) fingurinn, en stundum er maður líka að gargandi úr hlátri og stuði. Eins og í dag. Það var svo gaman fyrripart dagsins að ég hélt að ég myndi farast.
Það besta er að fékk video sent núna af þessum hluta, og þegar ég horfði á það fékk ég aftur hláturskast. Ó svo gaman!

Annars var það besta við daginn að ég fékk Kamillu mína aftur á svæðið. Er búin að vera half handalaus án hennar sl vikuna. Assgotsas vesjen a henni að fara alltaf í e-ð annað land að vinna verkefni þegar mér þóknast að mæta aftur til Árósa eftir langa fjarveru. En svona lærir maður gott enn betra að meta.

Hér í Árósum rignir hann samt allt of mikið og california tanið lekur og lekur af mér. OG ég sem var búin að ákveða að gerast hnakkamella. En ég er ennþá með nýju ljósu lokkana mína;) Já og svo er ég núna eigandi að enn einum flugmiðanum sem veitir mér far á milli íslands og danmörku, og til baka. Dagsetningarnar eru eftirfarandi 17.júní heim, 21.ágúst aftur út.
Rétt upp hend sem kemur að taka á móti mér!...og svo út á lífið!

jæja best að fara að sofa. JEtLaggið lifir ennþá GÓÐU lifi í líkama mínum. Í nótt var 10.nóttin í röð sem ég fékk ekki heilan og góðan svefn. Á mánudaginn fór ég meira að segja ósofin í skólann. Það var erfitt. Líka af því að við fengum kampavín við í morgunmat, svona velkomhómfromSF móttaka. Ég flissaði i 2 tíma en drapst svo í hadeginu.

jæja bæjó

8 ummæli:

benony sagði...

agalegt þetta með svefninn elskan mín. Þú ættir kannski að leggja í vana þinn að skella í þig smá koníakstári eða whiskyslettu svona rétt fyrir svefninn. Eða bara drekka einn öl. Þá myndirðu kannski sofna vært.

sunnasweet sagði...

hahaha þú hnakkamella ...hlæ við tilhugsuninni :)
Lov jú longtæm svítí....

Nafnlaus sagði...

Hey girl, hlakka til að sjá þig á klakanum:) Vonandi náum við maj að matcha kaliforníubrúnkuna þína í BCN. Þá getum við allar verið hnakkamellur í kór. Ertu komin með ljósa lokka aftur?

Maja pæja sagði...

já og msnperrar :)

Dilja sagði...

rassa> á bara svo erfitt með svefn þegar ég hugsa til þín og þíns huggulega rasss
heba: kemur þú að ná í mig???;)
sunna: ég er miklu sætari brún, ðats a fakt!
tinan: já hárið alveg nokkuð ljósara en er þú sást mig síðast, alveg rosalega fínt og ég súper ánægð með það:) miklu mýkra
majbritt: gaman að perrast með þíns gamla seig;)

sunnasweet sagði...

held að við höfum átt að fæðast með svartan hörundslit...eða allavega gullbrúnan :)
helvítis mistök!

Nafnlaus sagði...

Og sona til að toppa ÖLL sjoppulegheit þá ætlar Brynkan á massívt fyllerí á Þjóðhátíð ásamt fullt af singöl-gellum og vill fá Dilluna með...ertu geim?
Brynkan

Dilja sagði...

...og kannski fá Hannes með gítarinn syngja um Rómeó og Júlíu og Take me away just for today...?? what about that?

en það þarf mikið til að fá mig á þjóðhátið, sagði skilið við hana 2003. alltaf skoða hlutina þegar svona rosalegt kombakk á sér stað...sem þitt nú er;)