laugardagur, mars 04, 2006

Þorrablot

Já hún er vöknuð til lífsins.Hryllilega hress! Sonur Guðs aka. Jesú kom og veitti henni healing hand í nótt. Þessi elska! Og ekki spillti 3ja tíma símtalið við Hörpu mína heldur fyrir. Takið Hörpu til fyrirmyndar!

Búin að þrífa og borða morgunmat. Meðleigendur mínir liggja hér rauðeygðir og andfúlir going down memory lane og horfa á teiknimyndir 9. áratugsins.
Held ég yfirgefi þá samkomu og fari útí ChinaTown og fórni mér fyrir neyzluGuðinn.
Í kvöld er það svo Þorrablót íslendinga í BayArea. Þorrablót já... Forvitnilegt!

Annað kvöld er svo Óskarinn og ég held að það komist nánast ekkert annað að hérna á þessum 80 sjónvarpsstöðvum. Planið er því að horfa á BroakbackMountain og Capote á morgun. Og svo verður haldið Óskarsteiti. Það verður þá kannski í fyrsta skipti sem ég sofna ekki í rauðadregilsgeðveikinni.

Drullist svo til að fokkings kommenta þið þarna sem eruð að lesa!!

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Fokkidí fokkidí fokk ! Ég er alltaf að fokkings lesa um þessa ævintýraveru þína í San Fran.. grænka bara af öfund í hvert skipti sem ég kíki inn ... haha ha ha :) San Fran er alveg komið ofarlega á óskalistann minn núna. Stuðkveðjur og farðu vel með þig
Jóhanna

Nafnlaus sagði...

ég verð bara að drullast til að fokkings kommenta hjá þér því það er alveg fokkings frábært að fylgjast með þér.
Tékka á blogginu á hverjum degi.
Tjúttítjú,
Anna Björg