Þegar við vinkonurnar vorum á menntaskólaárunum bjuggum við til málshátt (sem ég vona að foreldrar mínir lesi ekki hér) en hann hljóðaði svo:
"Að fara graður út á djammið er eins og að fara svangur út að versla"
Obboðsslega djúpt e-ð;)
En ég bjó til nýjan bara áðan:
"Að byrja aftur að blogga eftir pásu, er eins og að byrja aftur í ræktinni eftir jólin"
Gaman að þessu.
Annars sit ég hérna á Te og Kaffi í Saltfélaginu og er að undirbúa mig fyrir að halda námskeið í Verkefnastjórnun í vinnunni. Eða í CCP. Já nú vinn ég þar fyrir þá sem ekki vita.
Mér líður smá eins og ég sé að undirbúa mig fyrir munnlegt próf. En minni mig þó á að eina sem skiptir máli er ba ba ba bara að vera í stuði.
Bæjó