Sigurrósartónleika. Á Klambratúni.
Klukkan er núna 2 um nótt og tónleikar Sigurrósar kláruðust fyrir tveimur tímum. Ég er ennþá með gæsahúð og get ekki sofið. Ég stóð á besta stað hljóðlega séð og svo var ég líka með sjónvarpsskjá frá RÚV fyrir framan mig, þannig að ég sá líka nálæg skot af hljómsveitinni á sviðinu. Mörg lögin hef ég heyrt oftar en öll önnur lög í lífi mínu, en ég fæ einfaldlega ekki leið á þeim. Þau eiga mig alveg og mér líður svo einstaklega vel þegar ég heyri þau. Núna langar mig ó svo heitt í Ásbyrgi nk föstudag. Það væri svona beyond heróínskot í æðar mínar. Held ég.
... brosandi, hendumst í hringi, höldumst í hendur
allur heimurinn óskýr
mánudagur, júlí 31, 2006
föstudagur, júlí 28, 2006
Vandræðilegt móment: TJÉKK
Ég held að mér sé alveg óhætt að bæta eftirfarandi senu inná vandræðileg augnablik listann minn.
María sendi mér 21 árs gamla blaðagrein um Leoncie "okkar" úr Samúel og var ég að lesa hana og skella uppúr. Greininni fylgdu sessý búbbumyndir af prinsessunni indversku. Svo kom hollenski yfirmaðurinn minn til mín til að klappa hundi sem ég hélt á og ég byrjaði að kjafta við hann og leit af skjánum. Svo leit ég á skjáinn eitt augnablik og svo á bossinn. "eeeh its not like it look likes" Hann: "well it sure looks like tits to me and nothing else"
Þá fór ég að reyna að útskýra Leoncie sem konsept og hluti af okkar íslendingahúmor í áraraðir.
Og mistókst það að sjálfsögðu...
Æðislegt.
María sendi mér 21 árs gamla blaðagrein um Leoncie "okkar" úr Samúel og var ég að lesa hana og skella uppúr. Greininni fylgdu sessý búbbumyndir af prinsessunni indversku. Svo kom hollenski yfirmaðurinn minn til mín til að klappa hundi sem ég hélt á og ég byrjaði að kjafta við hann og leit af skjánum. Svo leit ég á skjáinn eitt augnablik og svo á bossinn. "eeeh its not like it look likes" Hann: "well it sure looks like tits to me and nothing else"
Þá fór ég að reyna að útskýra Leoncie sem konsept og hluti af okkar íslendingahúmor í áraraðir.
Og mistókst það að sjálfsögðu...
Æðislegt.
þriðjudagur, júlí 25, 2006
Hápunktar dagsins
þessi flensa fer bara að verða nokkuð eðal hjá óþolinmóða hrútinum Diljá. En ég ákvað að taka þetta í mínar hendur og lækna mig sjálf (eða smá). Eftirfarandi er hið ágætasta meðal (blandað við gærdaginn, mömmu mína og íbúfen)
-brennandi heitt froðubað (froðan úr arómaþerapí-antístress)
-kerti á baðgaflinum, íslensk tímarit
-gamla gufan á, upplestur úr Kryddlegnum Hjörtum en það var skemmtilegasta leikritið sem ég vann við í Borgarleikhúsinu, sem og erfiðasta líka.
-heimsókn til ömmu og afa í Breiðholti. Leggjast uppí sófa, hlusta á síðdegis útvarpið með afa á meðan amma setur rúllur í hausinn.
-fá normal brauð með laxi og flatköku með hangikjöti a la amma. Og tebolla (ekki a la amma en ég nota ei sykur í te)
-kvöldmatur með fjölskyldunni minni, það klikkar aldrei. Mikið knús og hláturinn læknar pottþétt flensuna
-tebolli og fu-hullt af tímaritum og uppflettibókum á besta kaffihúsi heims, eða á Súfistanum. Þetta er þriðjudagshefðin okkar Hebu og Ragnars (tilvonandi danalandsíbúum)
SVo er bara að sjá hvort ég vakni ekki stálsleginn til að mæta í ræktina og vinnuna á morgun. Fékk sms í frá þeim (vinnunni, ekki ræktinni) í dag um að mín væri sárt saknað. Jaaaáh.. hún kann þetta stúlkan;)
-brennandi heitt froðubað (froðan úr arómaþerapí-antístress)
-kerti á baðgaflinum, íslensk tímarit
-gamla gufan á, upplestur úr Kryddlegnum Hjörtum en það var skemmtilegasta leikritið sem ég vann við í Borgarleikhúsinu, sem og erfiðasta líka.
-heimsókn til ömmu og afa í Breiðholti. Leggjast uppí sófa, hlusta á síðdegis útvarpið með afa á meðan amma setur rúllur í hausinn.
-fá normal brauð með laxi og flatköku með hangikjöti a la amma. Og tebolla (ekki a la amma en ég nota ei sykur í te)
-kvöldmatur með fjölskyldunni minni, það klikkar aldrei. Mikið knús og hláturinn læknar pottþétt flensuna
-tebolli og fu-hullt af tímaritum og uppflettibókum á besta kaffihúsi heims, eða á Súfistanum. Þetta er þriðjudagshefðin okkar Hebu og Ragnars (tilvonandi danalandsíbúum)
SVo er bara að sjá hvort ég vakni ekki stálsleginn til að mæta í ræktina og vinnuna á morgun. Fékk sms í frá þeim (vinnunni, ekki ræktinni) í dag um að mín væri sárt saknað. Jaaaáh.. hún kann þetta stúlkan;)
Ef ég ætti eina ósk
þá myndi ég vilja fara hringinn í kringum Ísland og eyða 2-3 vikum í það. Taka Vestfirðina líka. Og ekki flýta mér þar sem mig langaði ekki að flýta mér.
Prófa fullt af nýjum sundlaugum. Bændagistingum og tjaldsvæðum. Kannski splæsa á eina nótt á HótelBúðum. Prufukeyra fyrir brúðkaupsnóttina mína sko. Sjá endalaust af fallegu útsýni og segja orðið "vá" oftar en öll önnur orð. Fara í gönguferðir, bátsferðir og hestaferðir.
AFhverju er ég alltaf að ráða mig í vinnu? Afhverju er ég svona mikil miðbæjarrotta?
Prófa fullt af nýjum sundlaugum. Bændagistingum og tjaldsvæðum. Kannski splæsa á eina nótt á HótelBúðum. Prufukeyra fyrir brúðkaupsnóttina mína sko. Sjá endalaust af fallegu útsýni og segja orðið "vá" oftar en öll önnur orð. Fara í gönguferðir, bátsferðir og hestaferðir.
AFhverju er ég alltaf að ráða mig í vinnu? Afhverju er ég svona mikil miðbæjarrotta?
Uppskrift af svosem ágætri flensu
-fara heim til mömmu sinnar (þar sem bora hljóð á laugaveginum kalla einungis fram pirringsgrenjutár)
-fara heim til mömmu sinnar, sem ákveður að vinna heima þann daginn og sjá um sjúklinginn
-mamma fer útí búð og kaupir allt sem dóttur hennar þykir gott
-fá 4 stk vidjóspólur lánaðar, stútfullar af Beverly Hills 90210 og Melrose Place
-fara í eldheita sturtu og bera svo á sig boddílósjón
-drekka fullt af tebollum og nýkreistum appelsínudjús og taka vítamín
-horfa á silence of the lambs. Gleymir stað og stund í 114 mínutum...
Nú er bara að sjá hvort þetta lagist á morgun. Ég verð svo depri er ég ligg of lengi
-fara heim til mömmu sinnar, sem ákveður að vinna heima þann daginn og sjá um sjúklinginn
-mamma fer útí búð og kaupir allt sem dóttur hennar þykir gott
-fá 4 stk vidjóspólur lánaðar, stútfullar af Beverly Hills 90210 og Melrose Place
-fara í eldheita sturtu og bera svo á sig boddílósjón
-drekka fullt af tebollum og nýkreistum appelsínudjús og taka vítamín
-horfa á silence of the lambs. Gleymir stað og stund í 114 mínutum...
Nú er bara að sjá hvort þetta lagist á morgun. Ég verð svo depri er ég ligg of lengi
mánudagur, júlí 24, 2006
Heja Svergie
Fleiri myndirhérna.
Þetta var árshátið HÁS (húsið á sléttunni vinkonu hópurinn) Löng saga hvaðan nafnið kemur. En í stuttu máli sagt að þá var þessi óvissu dagur (skipulagður af hinni sænskættuðu MajBritt) alveg rosalega skemmtilegur. Sænskt þema. Allar klæddar í sænsku fánalitina. Fengum sænsk nöfn. Ég hét Agneta. Fórum í Ikea. Fengum fullt af sænskum verkefnum (sjá myndir). Komum svo heim og fengum kokteila (ekki sænska, en svíum finnst Mohjito líka góðir) og rosa góðan mat eldaðan af Mæsu mús. Sungum svo mikið við borðhaldið að við fengum harðsperrur. Fórum svo í SingStar. Já það má með sanni segja að við sungum meira en töluðum þetta kvöld. Enda svíar svo söngelskir.
Dásamlegt kvöld.
Er núna komin með flensu og orkan af skornum skammti. Segi þetta fínt núna. Þið megið vorkenna mér í kommentakerfinu.
bæjó
fimmtudagur, júlí 20, 2006
Eins og aðdáendur fyrrverandi rokklingsins(það mun vera ég) vita að þá er hún að vinna í Latabæ...eða Lazytown eins og þeir segja í útlöndum og þeir sem glóbal eru (ó já það mun einnig vera ég) Já og LazyTown er stór og merkilegur vinnustaður. Mikill hraði og aksjón, og ALLTAF á eftir áætlun. En það tilheyrir bara þessum bransa. The biz (já í honum er ég að vinna sko)
En já, Lazytown er svona opið vinnurými, allavega stór hluti. Og þá heyrir maður í öllum tala saman, tala í símann, símhringingar, söngl og fleiri hljóð. Og ég á mér eitt mjög skemmtilegt áhugamál sem ég get stundað svona while i am working. En það er að byrja að söngla lag, eða flauta lag. Og svo tel ég hvað það eru margir komnir með það á heilann og byrjaðir að söngla það. Án þess að vita alveg hvaðan það kom...
Mjög skemmtilegt. Gerði þetta í Kvennó líka á sínum tíma. Klikkar ekki. Prófið þetta.
(í dag hef ég verið með; vertekki að horfa svona alltaf á mig, nylon lagið, loosing a friend og dallas)
Já já, það er sól úti og heppnir íbúar Latabæjar hafa stolist til að láta sig hverfa útí sólina. Ég er ekki eins heppin. Fæ að fara kl.16 á morgun og þá fer ég útí ÓVISSUNA. En MajBritt er að skipuleggja árshátíð vinahópsins og við megum ekki vita neitt. Elska svona.
Svo fannst mér tími til kominn að halda gott partý fyrir Latabæ. (eins og ég hafi verið hérna í langan tíma ) og fékk leyfi fyrir því hjá framleiðandanum. Komin með nefnd í málið og fyrsti skipulagsfundur á morgun. Veih. Partý auka vinnugleði...vinnugleði eykur afköst...ikke sant?
Kveð að sinni
Amen
En já, Lazytown er svona opið vinnurými, allavega stór hluti. Og þá heyrir maður í öllum tala saman, tala í símann, símhringingar, söngl og fleiri hljóð. Og ég á mér eitt mjög skemmtilegt áhugamál sem ég get stundað svona while i am working. En það er að byrja að söngla lag, eða flauta lag. Og svo tel ég hvað það eru margir komnir með það á heilann og byrjaðir að söngla það. Án þess að vita alveg hvaðan það kom...
Mjög skemmtilegt. Gerði þetta í Kvennó líka á sínum tíma. Klikkar ekki. Prófið þetta.
(í dag hef ég verið með; vertekki að horfa svona alltaf á mig, nylon lagið, loosing a friend og dallas)
Já já, það er sól úti og heppnir íbúar Latabæjar hafa stolist til að láta sig hverfa útí sólina. Ég er ekki eins heppin. Fæ að fara kl.16 á morgun og þá fer ég útí ÓVISSUNA. En MajBritt er að skipuleggja árshátíð vinahópsins og við megum ekki vita neitt. Elska svona.
Svo fannst mér tími til kominn að halda gott partý fyrir Latabæ. (eins og ég hafi verið hérna í langan tíma ) og fékk leyfi fyrir því hjá framleiðandanum. Komin með nefnd í málið og fyrsti skipulagsfundur á morgun. Veih. Partý auka vinnugleði...vinnugleði eykur afköst...ikke sant?
Kveð að sinni
Amen
miðvikudagur, júlí 19, 2006
la la la laaaala la laaah....
þetta er ég með á heilanum núna og í glimrandi góðu skapi. Þetta er semsagt endirinn á hinu hrika vinsæla JeffWho? lagi sem tröllríður landanum þessa dagana. Elska þetta orð, "tröllríður". Ég hefði viljað vera með í upptökunni á músikkvidjóinu. Svaka stuð. Minnir mig á eitt kvöld í mars 98. Þá fórum við Loftkastalakrakkarnir (og Svanhvít með Oddlaugu í maganum) að djamma á Kaffibarnum með Cirkus Cirkör eitt mánudagskvöldið. Þetta er án efa eitt skemmtilegasta kvöld sem ég hef upplifað. Við dönsuðum og sungum og hoppuðum eins og enginn væri morgundagurinn. 'Finnsk þjóðlagatónlist hélt uppi stemmningunni og er ég enn að leita að þessum disk. Í lok kvöldsins gerðum við öll samkomulag um að fara heim pakka niður í tösku, taka passann og visakortið...svo ætluðum við uppá völl og vakna í London.
Hver og einn beilaði. Djöfulsins skynsemi alltaf hreint!
Í annað; ég er búin að vera vakandi síðan klukkan hálf fimm í nótt. Fékk óvænta heimsókn sem fékk mig næstum því til að andast úr hlátri í forstofunni heima hjá mér. Vá hvað drukkið fólk getur verið fyndið. En svo var bara haldið í ræktina uppúr sex og tekið á því. Þar talaði ég líka við morðingja. Það er þá annar morðinginn sem ég tala við í mínu lífi. Já það er ekki hægt að segja annað en ég lifi á brúninni.
Og nú er sólin mætt á svæðið og ég er rúmlega hress og kát í dag! Vona að allir séu það, það er svo miklu miklu skemmtilegra!
bæjó
Hver og einn beilaði. Djöfulsins skynsemi alltaf hreint!
Í annað; ég er búin að vera vakandi síðan klukkan hálf fimm í nótt. Fékk óvænta heimsókn sem fékk mig næstum því til að andast úr hlátri í forstofunni heima hjá mér. Vá hvað drukkið fólk getur verið fyndið. En svo var bara haldið í ræktina uppúr sex og tekið á því. Þar talaði ég líka við morðingja. Það er þá annar morðinginn sem ég tala við í mínu lífi. Já það er ekki hægt að segja annað en ég lifi á brúninni.
Og nú er sólin mætt á svæðið og ég er rúmlega hress og kát í dag! Vona að allir séu það, það er svo miklu miklu skemmtilegra!
bæjó
mánudagur, júlí 17, 2006
Hávaðamengun
Getur e-r af þessum hámenntuðu og gáfuðu lesendum síðunnar útskýrt fyrir mér lögin um hávaðamengun. Fólk virðist ekki hika við að kalla út lögreglu ef það er partý í heimahúsi á óviðunnandi tímum sólarhringsins. En væri það þá réttur minn að kalla á hana ef ég vakna við borhávaða kl.7 á mánudagsmorgni? Eða 9 á laugardagsmorgni?
Partýhljóð eru þó allavega tónlist og mas fólks með sólheimaglott. Borhljóð er ógeðslegt og ekkert jákvætt við það! Það veldur hausverk og er áreiti fyrir allan líkamann.
Ég er að tala um KLUKKAN 7 á mánudagsmorgni?? Það er allavega réttur minn að vera pirruð.
Vona að mitt margfræga og seiðandi bros verði komið á andlit mitt á ný uppúr hádegi:)
Partýhljóð eru þó allavega tónlist og mas fólks með sólheimaglott. Borhljóð er ógeðslegt og ekkert jákvætt við það! Það veldur hausverk og er áreiti fyrir allan líkamann.
Ég er að tala um KLUKKAN 7 á mánudagsmorgni?? Það er allavega réttur minn að vera pirruð.
Vona að mitt margfræga og seiðandi bros verði komið á andlit mitt á ný uppúr hádegi:)
föstudagur, júlí 14, 2006
Föstudagurinn fjórtándi júlí tvöþúsund og sex
er í dag og á aldrei eftir að koma aftur. Þess vegna ákvað ég þegar ég vaknaði í morgun að reyna að sjá allt það jákvæða í þessum degi og skrá það hjá mér. Það á eftir að gera þennan dökka og blauta dag miklu betri og ég hvet alla til að gera slíkt hið sama.
Núna er kl.11.33 og síðan ég vaknaði og þangað til núna hafa eftirfarandi móment verið hápunktar:
-mín beið tveggja orða sms, bara bull...en sagði samt svo margt. Aukakippur í hjartað:)
-hitastigið í sturtunni var óvenju fljótt að verða akkúrat eins og ég vil hafa það og morgunsturtan var frábær.
-öll fötin mín eru hrein, ég hafði um nóg að velja til að verða föstudagspæja.
-hlustaði á "óskalög hlustenda" með Gerði B Bjarklind á leiðinni í vinnunna. (held að þetta sé uppáhaldshápunkturinn)
-sat á fundi með 6 háttsettum karlmönnum Latabæjar (nei ekki bæjarstjórinn samt), ég var eina stelpan. Skildi allt lingóbullið sem var talað um. Sigur!
-er komin í augnadropameðferð sem svínvirkar á þurru augun sem skapa hausverk.
UPDATEUPDATE
-fékk óvænt stig í vinnunni (er þá með 3 stig í Latabæ) Væri til í eitt í viðbót.
-SvansaSúperTjikk sendi mér e-a skellihlægjandi kellingu á MSN. Maður getur ekki annað en hlegið með. Elskanah.
-Borðaði fullt af vítamínríku salati í hádeginu og slúðraði með Maríu.
UPDATE
Af MSN: 6 to go.(heba) says:
var ég búin að segja þér í dag hvað mér þykir vænt um þig .... Jæja þá veistu það núna... það er hellingur alveg hreint
UPDATE
þetta músikvideo er ó svo fyndið, kemur manni í hárrétt föstudagsskap!
UPDATE UPDATE UPDATE
-sá son DannyDeVito in person. Hann er í heimsókn í latasta bæ landsins. Allavega er ég löt.
Klukkan að verða 19.00 og mig langar heim að eiga fleiri hápunkta en þeir verða:
-fara í nýja kjólinn sem ég keypti í Spúúútnikk í gær
-fara í fordrykk hjá Hebu amlisstelpu
-fara í afmæli Hebu á Tapasbarnum ásamt góðu fólki
-bjór í boði Bödda á Hressó ´
Og á morgun
-fara í Brúðkaup hjá Evu og Stjúra
-í gullkjól
-90´s kvöld á 11unni, fékk VIP armband til að komast framfyrir röð! LengilifiMySpace!
Halelújjjahh!!
Æ em tjékking át
Guð geymi ykkur lömbin mín
Núna er kl.11.33 og síðan ég vaknaði og þangað til núna hafa eftirfarandi móment verið hápunktar:
-mín beið tveggja orða sms, bara bull...en sagði samt svo margt. Aukakippur í hjartað:)
-hitastigið í sturtunni var óvenju fljótt að verða akkúrat eins og ég vil hafa það og morgunsturtan var frábær.
-öll fötin mín eru hrein, ég hafði um nóg að velja til að verða föstudagspæja.
-hlustaði á "óskalög hlustenda" með Gerði B Bjarklind á leiðinni í vinnunna. (held að þetta sé uppáhaldshápunkturinn)
-sat á fundi með 6 háttsettum karlmönnum Latabæjar (nei ekki bæjarstjórinn samt), ég var eina stelpan. Skildi allt lingóbullið sem var talað um. Sigur!
-er komin í augnadropameðferð sem svínvirkar á þurru augun sem skapa hausverk.
UPDATEUPDATE
-fékk óvænt stig í vinnunni (er þá með 3 stig í Latabæ) Væri til í eitt í viðbót.
-SvansaSúperTjikk sendi mér e-a skellihlægjandi kellingu á MSN. Maður getur ekki annað en hlegið með. Elskanah.
-Borðaði fullt af vítamínríku salati í hádeginu og slúðraði með Maríu.
UPDATE
Af MSN: 6 to go.(heba) says:
var ég búin að segja þér í dag hvað mér þykir vænt um þig .... Jæja þá veistu það núna... það er hellingur alveg hreint
UPDATE
þetta músikvideo er ó svo fyndið, kemur manni í hárrétt föstudagsskap!
UPDATE UPDATE UPDATE
-sá son DannyDeVito in person. Hann er í heimsókn í latasta bæ landsins. Allavega er ég löt.
Klukkan að verða 19.00 og mig langar heim að eiga fleiri hápunkta en þeir verða:
-fara í nýja kjólinn sem ég keypti í Spúúútnikk í gær
-fara í fordrykk hjá Hebu amlisstelpu
-fara í afmæli Hebu á Tapasbarnum ásamt góðu fólki
-bjór í boði Bödda á Hressó ´
Og á morgun
-fara í Brúðkaup hjá Evu og Stjúra
-í gullkjól
-90´s kvöld á 11unni, fékk VIP armband til að komast framfyrir röð! LengilifiMySpace!
Halelújjjahh!!
Æ em tjékking át
Guð geymi ykkur lömbin mín
fimmtudagur, júlí 13, 2006
þriðjudagur, júlí 11, 2006
So kiss me and smile for me
tell me that you'll wait for me
hold me like you'll never let me go
I'm leaving on a jetplane....
Er búin að vera með þetta lag á heilanum núna í 2 sólarhringa. Eða síðan það var spilað í flutningi Jóhönnu minnar á risaskjá í brúðkaupi Möggu Lilju Perlu og Ingvars sl laugardagskvöld. Til hamingju yndislegu hjón, nýbökuðu hjón! Nú er Magga okkar orðin frú og í tilefni þess var haldin frábær veisla. Við perlurnar vorum háværa borðið, með framíköll og fliss. Þótt nafn hópsins sé væmið og saklaust eru meðlimir allt annað en hlutlausar og flatar ungar konur. Við erum 8 háværar, skoðanasterkar, tilfinningaríkar mjög svo ólíkar ungar konur. Ég get sagt ykkur það að ég tók hlutverki mínu sem eina einhleypa "bridgetJones" vinkona Möggu mjög alvarlega, eða alvegvega alla leið.
Væri voða gott ef ég gæti líka þroskast uppúr því að halda að þótt það sé frítt áfengi að þá þurfi maður ekki að drekka meira en góðu hófi gegnir. Já það væri voða gott...
Brúðkaup eru yndisleg. Ó svo mikil hamingja og gleði. Næsta brúðkaup er næstu helgi.
3 weddings and a funeral-sumarið hennar Diljá. En bráðum fer ég í jarðaför að kveðja hana Guðrúnu "gömlu" P. Helgadóttur. Þessi elska kvaddi okkur í sl viku. Ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast henni, merk kona. Og Aragötu minningar verða vel geymdar. What happens in Aragata, stays in Aragata;) Bara milli mín og þín vina mín.
Sit hérna í risasófanum á Laugaveginum. Hlusta á Jetplane á repeat. Búin að vaska upp, búin að taka úr vélinni, reykelsi og kerti í kringum mig. Voða ljúft. Borðaði áðan með Ingibjörgu og Höllu á Næstu grösum. Í dag fékk ég nýjan síma og nýjan bíl. Materialgirl in ma-ma-material world. Já lífið er ljúft.
...don't know when
I'll be back again,
oh babe I hate to go.
hold me like you'll never let me go
I'm leaving on a jetplane....
Er búin að vera með þetta lag á heilanum núna í 2 sólarhringa. Eða síðan það var spilað í flutningi Jóhönnu minnar á risaskjá í brúðkaupi Möggu Lilju Perlu og Ingvars sl laugardagskvöld. Til hamingju yndislegu hjón, nýbökuðu hjón! Nú er Magga okkar orðin frú og í tilefni þess var haldin frábær veisla. Við perlurnar vorum háværa borðið, með framíköll og fliss. Þótt nafn hópsins sé væmið og saklaust eru meðlimir allt annað en hlutlausar og flatar ungar konur. Við erum 8 háværar, skoðanasterkar, tilfinningaríkar mjög svo ólíkar ungar konur. Ég get sagt ykkur það að ég tók hlutverki mínu sem eina einhleypa "bridgetJones" vinkona Möggu mjög alvarlega, eða alvegvega alla leið.
Væri voða gott ef ég gæti líka þroskast uppúr því að halda að þótt það sé frítt áfengi að þá þurfi maður ekki að drekka meira en góðu hófi gegnir. Já það væri voða gott...
Brúðkaup eru yndisleg. Ó svo mikil hamingja og gleði. Næsta brúðkaup er næstu helgi.
3 weddings and a funeral-sumarið hennar Diljá. En bráðum fer ég í jarðaför að kveðja hana Guðrúnu "gömlu" P. Helgadóttur. Þessi elska kvaddi okkur í sl viku. Ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast henni, merk kona. Og Aragötu minningar verða vel geymdar. What happens in Aragata, stays in Aragata;) Bara milli mín og þín vina mín.
Sit hérna í risasófanum á Laugaveginum. Hlusta á Jetplane á repeat. Búin að vaska upp, búin að taka úr vélinni, reykelsi og kerti í kringum mig. Voða ljúft. Borðaði áðan með Ingibjörgu og Höllu á Næstu grösum. Í dag fékk ég nýjan síma og nýjan bíl. Materialgirl in ma-ma-material world. Já lífið er ljúft.
...don't know when
I'll be back again,
oh babe I hate to go.
þriðjudagur, júlí 04, 2006
Fraulein Diljá mælir með:
-opna ÍSkaldan bjór og taka nokkur lög í SingStar með Ragnari (hver með sínu nefi) eftir vinnu á Föstudegi eftir laaanga og hekktikk vinnuviku (á nýjum vinnustað)
-spirulina, jafnar orkuflæði í stressandi vinnu
-menningardegi með Hebu og Aroni. Súfistinn, kolaportið, listaopnun, sirkusmarkaður og kaffihús. Getur ekki klikkað.
-tíbönskum reykelsum
-leigja íbúð með stærsta sófa í heimi og baðkari. Verð að fá mér froðubaðadót.
-kúrikvöld de la Kollster.
-syngja hástöfum með nýja Nylon laginu eldsnemma á mánudagsmorgni á leiðinni í vinnuna. Tvisvar. Fyrst á Bylgjunni og svo á Létt. Ég raddaði meira að segja!
-laginu Sugarman með Petra Jean Philpson
-ég mæli með einu stykki Möttu. Mattheu Sigurðardóttur.
-trúnaðarskeiði ársins. Uppgjör, tár og konfessjóns par exelans. Ó já ó já
-að láta fljúga sér heim í verkefni í September (já svona er maður ómissandi) en geta í leiðinni verið viðstaddur frumburðar bestu vinkonu sinnar. Vona bara að hann komi á settum degi. 7 9 13
-mæli með að e-r láni mér flík(ur) til að vera í í brúðkaupi MögguLilju nk laugardag
Að lokum langar mig til þess að segja ykkur frá því að pabbi minn og Þóra mín létu gefa sig saman kl.00.01 á Jónsmessunótt. Allsherjargoði kom heim á Öldugötuna ásamt Monicu hörpuleikara og Erlu álfakonu sem lagði líka blessun sína yfir hjónin
Og viðstödd vorum við systkynin og Una mágkona. Ótrúlega fallegt allt saman og er þessi stund komin í top 10 yfir magnaðar minningar úr lífi Diljár Ámundadóttur.
-spirulina, jafnar orkuflæði í stressandi vinnu
-menningardegi með Hebu og Aroni. Súfistinn, kolaportið, listaopnun, sirkusmarkaður og kaffihús. Getur ekki klikkað.
-tíbönskum reykelsum
-leigja íbúð með stærsta sófa í heimi og baðkari. Verð að fá mér froðubaðadót.
-kúrikvöld de la Kollster.
-syngja hástöfum með nýja Nylon laginu eldsnemma á mánudagsmorgni á leiðinni í vinnuna. Tvisvar. Fyrst á Bylgjunni og svo á Létt. Ég raddaði meira að segja!
-laginu Sugarman með Petra Jean Philpson
-ég mæli með einu stykki Möttu. Mattheu Sigurðardóttur.
-trúnaðarskeiði ársins. Uppgjör, tár og konfessjóns par exelans. Ó já ó já
-að láta fljúga sér heim í verkefni í September (já svona er maður ómissandi) en geta í leiðinni verið viðstaddur frumburðar bestu vinkonu sinnar. Vona bara að hann komi á settum degi. 7 9 13
-mæli með að e-r láni mér flík(ur) til að vera í í brúðkaupi MögguLilju nk laugardag
Að lokum langar mig til þess að segja ykkur frá því að pabbi minn og Þóra mín létu gefa sig saman kl.00.01 á Jónsmessunótt. Allsherjargoði kom heim á Öldugötuna ásamt Monicu hörpuleikara og Erlu álfakonu sem lagði líka blessun sína yfir hjónin
Og viðstödd vorum við systkynin og Una mágkona. Ótrúlega fallegt allt saman og er þessi stund komin í top 10 yfir magnaðar minningar úr lífi Diljár Ámundadóttur.