mánudagur, september 03, 2007

Árstíðarmót


Hjá mér eru mótin á milli sumars og hausts umfangsmeiri en áramótin sjálf. Ég fæ alltaf gífurlega þörf á haustin til að stokka upp lífinu, aðallega bæta það. Flestir kannast við þessa "skólinn hefst á ný-orku", en á hverju hausti sl ár hef ég sett mér gífurleg markmið fyrir skólaárið. Markmið eins og "ég ætla alltaf að læra heima, alltaf, alla daga og meira en það", "ætla að hreyfa mig á hverjum degi" og fleira í þessum dúr. Koma sjá og sigra, og trúa því.

Í ár verður enginn skóli sem byrjar þetta haustið, bara mikil vinna framundan. En ég er á fullu í því að taka allt í gegn í lífinu, fullorðins-háskólagengna-lífinu. Fjármálin voru tekin í gegn í dag, skatta-áhyggjur heyra nú sögunni til, viðbótalífeyrissparnaður gefur mér hressandi elli ár, kíkt á námskeið og í leiðinni hvaða styrkjum ég á rétt á hjá VR, yfirdrátturinn kvaddur án nokkurs söknuðar. Svo er ég nú stödd í starfsþjálfun í móðurhlutverkinu akkúrat núna. Á laugardaginn eigum við Sölvi funheitt sólarhringsstefnumót.

Bæjó

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ohoo ég elska haustið.. kósý kósý kósý :)

Nafnlaus sagði...

við erum dáltið í sama pakkanum núna. Nema þú ert byrjuð.... Fullt af vinnu samt byrjuð,, æætla að fara að hreyfa mig (enn ekki byrjuð á því)ætla líka að kveðja yfirdráttinn (bráðum að byrja á því,,, þegar ég er búin að borga niður visa reikninginn eftir allar usa ferðirnar í sumar). Oog best af öllu,, ég fæ líka starfsþjálfun í móðurhlutverkinu þegar litla systurdóttir mín hún Katarína kemur í heiminn. Jú og litla Bríem baun sem mar fær kannski aðeins að knúsa líka. Geet ekki beðið. September verður góður mánuður.

Dilja sagði...

Mæja: Já haustið er dásamlegt, maður er sérstaklega til í svona veður eftir sólríkt sumar. Koddu til mín í kertaljós og kúr á föstudaginn, plííís!!

Tinna: já bara um að gera að byrja! ég sá þig hvergi í pintingartímanum í gær, fór svo aftur í morgun að brenna og ætla aftur eftir vinnu í dag. Oh ég er svo mikil íþróttakona:D