miðvikudagur, september 19, 2007

Nói sá að sér


Það var einhver sem hlustaði á bænir mínar og annara íhaldsamra fagurkera okkar Íslands. Nói hefur nú tekið ljóstustu transformuðu pakkningsbreytingum allra tíma til baka og útlit nánast komið í sama horf og það var áður. Núna vil ég bara litla pakka og bláan opal aftur. Þá er ég ánægð.

Eftirfarandi færslu skrifaði ég og birti hérna á blogspot.com fyrir tæpum tveimur árum, hluti af henni birtist svo í DV. Já já...

laugardagur, október 22, 2005

sykurlaus opal, truno og barnapössun

hver er ábyrgur fyrir því að koma með nýtt útlit á opal pakkana sykurlausu? ég er búin að kvíða þessu í nokkur ár, búin að kvíða því að það sé eitthver þarna úti með nógu mikil völd og nógu lélegan smekk, sem komi svona slysi á markaðinn.
en ég keypti mér samt einn. og sykurlausa appelsín í plasti.
í gær fór ég á trúnó með píparanum mínum og svo fór ég líka á trúnó með tveimur konum hjá Orkuveitunni. Sigrún í þjónustuverinu og Unni í innheimtudeildinni. Öll þrjú trúnóin áttu sér stað fyrir klukkan 12 á hádegi. Mér liggur stundum e-ð svo margt á hjarta.

2 ummæli:

Svetly sagði...

..ohh - ég sakna bláa ópalsins..
..spurning um að koma af stað undirskriftalista *heh* :)

Nafnlaus sagði...

þeir hættu með bláan opal vegna þess að það var of mikið af ólöglegum efnum í honum. Man ekki hvaða efni eða hvað aukaverkanirnar voru en hann var stór hættulegur hahahahah.
En mjög góður!