
Næstu helgi tek ég mér húsmæðraorlof ásamt Maríu Rut og er ferðinni heitir í kvennaferð upp undir Snæfellsjökul, er það ekki örugglega besti staður landsins?
Þetta er nokkurskonar námskeið og gengur undir nafninu
Gyðjur og gleði-orkuhelgi fyrir konur undir jökli
Inniheldur tildæmis:
* dansjóga * orkudans * dans Gyðjunnar * jógaleikfimi / orkustöðvajöfnun * sund í ölkeldulaug / heitur pottur * gönguferðir / útivera * grænmetisfæði og hreinsun * hvíld og slökun
* hópsöngur * sögur * tími fyrir þig / kyrrð * meiri orka * útrás og umbreyting
* skemmtileg sjálfstyrking / hugrekki * að uppgötva Gyðjuna sína * náttúruleg fegurð / innri fegurð
* styrkjum kvenleika okkar / kvenorku * uppbyggilegar leiklistaræfingar * jákvæður máttur hugans
* tengjast betur innsæi þínu og flæði * himneskar ilmolíur
Sjá meira á www.pulsinn.is
Úff hvað þetta er innilega mikið ég! Asskotas vessjen á manni! :) Hlakka allavega alveg rosalega mikið til.