fimmtudagur, júlí 12, 2007

-->eighties babies<--


Við Sigga höldum reglulega eðal video kvöld heima á Njálsgötu. Það er nánast orðin ritual hjá okkur. Tökum út sófann, nóg af púðum og teppin. Borðin sitthvoru megin við með poppi og gosi. Svo fáum við okkur lakkrís frostpinna.
Við tókum uppá því um daginn að leigja bara eitthvað sem framleitt var á níunda áratugnum, eða in the 80´s. Nú höfum við horft á:
Ferris Bueller Day Off:
Ein af mínum uppáhalds uppáhalds allra tíma. Pabbi tók mig á hana í 5 bíó á föstudegi í Stjörnubíó þegar ég var 7 ára. Alla tíð síðan verið "kvótuð" og elskuð. Mynd sem eldist rúmlega vel, og meira en það. Langar að bjóða aðstoðarkonu skólastjórans í kaffi.
Nýtt Líf og Dala Líf:
Þessar myndir eru allt í lagi, mér finnst aðrar íslenskar myndir eldast betur. En það eru nokkrir punktar sem eru klassískir og fyndnir. Þór og Daníel eru samt vel gerðir karakterar, og þessar týpur finnast víða.
Cant buy me love:
Patrick Dempsey (McDreamy) er lúði sem verður vinsælasti gæinn í skólanum. Heyrt þennan áður? Ég sá þessa mynd greinilega mjög oft á sínum tíma, því ég kunni hana næstum því utan af. Þessi mynd inniheldur allt sem amerísk-unglingamyndar -formúla leggur fram. (nema kannski einn svertingja).

Í hús eru komnar myndirnar:
Say Anything,
Never Ending Story
Rain Man
The Labyrinth
og hinir íslensku sjónvarpsþættir Fastir Liðir eins og Venjulega.

6 ummæli:

Sigríður sagði...

Vá hvað ég er bara komin "heim" á Njallann í sófann þegar ég les þessa færslu. Get ekki beðið eftir næsta sessjóni þegar ég sé hvað þú ert búin að vera dugleg að bæta í safnið :-D Ég skal lofa að klikka ekki næst og kaupa lakkrís FROSTPINNA en ekki lakkrís ÍSPINNA!!! Held reyndar að ég hafi sjálf verið í aðeins meira sjokki yfir þessu en þú!!

Yggla sagði...

the labyrinth og never ending story er bara mesta nostalgían og alveg fallegar!!!

Nafnlaus sagði...

Hey pant vera með næst! Ég er mjög eightís in heart, Labyrinth er ææði.

Unknown sagði...

-.-

Nafnlaus sagði...

The Princess Bride, Do the Right Thing, Don't Tell Mom the Babysitter's Dead, Goonies og Raising Arizona eru líka frekar nice 80's myndir

Sigrún sagði...

ÓMG má ég vera memm, þetta hljómar svoooo eins og eitthvað sem ég vil vera partur af. Hvar er góð 80s DVD leiga??