þriðjudagur, júlí 17, 2007

Dagar, nætur, vikur, mánuðir, ár...

...hamingjustundir, gleði, sorg og tár!
Áfram, áfram fetar lífið sinn veg. Er ekki tilveran hreint stórkostleg?
Fann hérna eina heimasíðu með dásamlegum íslenskum dægurlögum. Held þau séu öll eftir Jóhann G.
Já hérna sit ég í vinnunni með headphone-in hans Sveinbjörns (sem ég er að spá í að stela, því þau eru nákvæmlega eins og þau sem ég keypti á www.headcandy.com en týmdi ekki að borga útúr tollinum, svo ég fékk þau aldrei) En á meðan ég hlusta á Röggu G, Bjögga H, Pálma G og Óðmenn, hlusta kollegar mínir á ærslafullar og metnaðarfullar Airwaves-umsóknir. En skrifstofan er á floti, umsóknir aldrei verið fleiri. Nú þegar hafa þessir verið staðfestir.
Meira á leiðinni.

Þetta verður glæsilegt festival í ár. Hvet alla til að mæta, Iceland Airwaves er tónlistarhátíð á heimsmælikvarða. Hvar er svo þessi heimsmælikvarði?
Kannski í Laugar SPA?
En það er nýja fíknin mín (eyrnapinnar eru samt ennþá agalegt vandamál). Síðan ég fékk kortið í Laugar SPA hef ég ekki getað sleppt úr degi, elska að púla í gymminu og hendast svo í baðstofuna. Í slopp og trítla í piparmyntu- eða appelsínugufu. Fyrir ykkur sem kunnið frönsku segi ég nú bara: C´est la vie!! Hvar hef ég verið?

Best að fara að koma sér af stað kannski...

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

umm öfunda þig af baðstofunni .. væri alveg til í þannig. Læt fótabaðið heima duga :)

Nafnlaus sagði...

Ohh Dills !
eg er svo komin yfir eyrnapinna-fíknina... get tekið þig í meðferð.. ;) haha
Jóhanna

Nafnlaus sagði...

Oh hvað mig langar að eiga kort líka í spa-ið. Alveg viss um að ég yrði ofboðslega dugleg að mæta baara ef ég ætti kort í spa-ið. Æði líka á veturna að gera eins og Gummi & Ívar,, mæta bara í gufuna og lazy boy stólana.
Ég ætla líka pottþétt að mæta á Airwaves! Við Sigga búnar að tala svo lengi um að kaupa okkur armband og mæta á alla hátíðina.. Langar að sjá Ampop, Gus Gus, Ghostdigital, Motion boys, Múm, Sprengjuhöllina, Ólöfu Arnalds og ef Vicky stendur undir nafni þá hana líka:) Svo finna einhverja svona Chicks on speed usa band..