sunnudagur, júní 03, 2007

Póstkort frá Danmörku

Sæl mín kæru!
Þá er mín komin til Danmörku.
Hérna skýn sólin á himni, ég gizka á 20-25°C. Ekki amalegt að mjúk sjávargolan leikur um vangana og sér um kæla mann niður við og við. Mini-Iceland Airwaves fyllti Vega á föstudagskvöldið og ég dansaði svo mikið að fætur mínir voru soðnir. Ég náði að verzla í stærstu H&M á Strikinu fyrir 5 hluti á 10.000kr. á 15mín. Við Sara hoppuðum í rúminu á hótelherberginu á Hotel Du Nord. Tókum líka 6x leigubíl á einum sólarhring.
Það var gott að koma til Árósa, er í íbúðinni hans Helga á Helge-næs-gade. Götunafnið segir allt sem segja þarf held ég. Fór beint í Royaltrúnó með Guðnýu og Ástríði við lendingu, svo að hitta trylltan líð úr skólanum. Allt við það sama; ofurölvun, dansifans og teningaspil. Gekk svo heim með Jonasi á höfninni við sólarupprás. Magnað! Vissuð þið að sumir kranar líta út eins og risaeðlur? Ég fann eina búð opna í dag, það var Alta (lágvörumarkaður) keypti mér fyrir 600DK. Jáh greinilegt að neyzluþrá og geta mín er í hámarki núna...

Kossar og knús og bestu kveðjur
Diljá og fjölskyld.

2 ummæli:

Maja pæja sagði...

Vá yndislegt að vera komin, ekki satt ;) gott veður umm... góða skemmtun og njóttu. :)

Dilja sagði...

úff já er að njóta hverrar einustu mínutu hérna. Er í skólanum núna og þetta er bara yndislegt!!