mánudagur, júní 04, 2007

Drunk vs. Sober?

Fólk hefur sýnt því mikinn áhuga hvort ég sé farin að drekka aftur. Fyrir þá sem ekki vita hef ég ekki verið drukkin í 4 mánuði akkúrat í dag, eða síðan fyrstu helgina í febrúar, hérna í Árósum.
Bæði verið að fá skilaboð, og fyrirspurnir að heiman. En fyrir ykkur sem eruð mikið að spá í þessu að þá er svarið NEI, ég er ennþá bara á ímyndunarfylleríum hægri, vinstri.
Team 11, leggur mikla áherslu á að ég fari að ákveða hvenær fyrsta fyllerí-ið verður. Þeim finnst mjög merkilegt að það verður með þeim, og vilja helst að það gerist sem allra fyrst.

ótrúlegt hvað þetta er mikið mál allt saman hahaha:)

Það sem ég er annars að spá mikið í er hver í andskotanum er að gera mig rúmlega forvitna með því að skrifa furðuleg komment hérna á bloggið mitt. Spurningin er hvort þetta sé leyni aðdáandi sem er með boarderline stalkingissues. Eða e-r vinkona mín eða vinur sem er að gera gys að mér?

Well my dear Hemmi!

11 ummæli:

Nafnlaus sagði...

já nei nei, ég stölka engan.....
....nema dönsku kennarann minn úr sjöunda bekk. En það telst ekki með, hann gaf mér villu fyrir að reikna vitlaust á dönsku prófi og á því skilið að vera stölkaður. þetta var dönsku próf, ekki stærðfræði próf.
hilsen
den hemmelige

Dilja sagði...

hahahahha

er þetta mamma?

;)

Nafnlaus sagði...

Það er ofsa cool að vera sóber.. ég er búin að vera sóber í 3 vikur.. finnst ég geta sigrað heiminn og finnst ég miklu meira töff fyrir vikið .. það að fara að djamma edrú er últra mega flott !
Maður fær líka svooo mikla athygli og strákar verða æstari í mann ! Já svona er þetta... djöfullinn að ég hafi misst af mini airwaves... hef heyrt að það hafi verið æði !
Kv. Maja :)

Nafnlaus sagði...

nei ég er ekki mamma, en ég var einu sinni kallaður mamma, af fyrrverandi. Það er líka megin ástæðan fyrir því að við hættum saman.
(Freud hefði haft gaman af þessu)
mömmukoss
Leyges.

Dilja sagði...

úh úh úh
sú hefur séð á eftir rauðu vespunni...

Nafnlaus sagði...

hún fékk aldrei að sjá vespuna, rauða vespan er exklúsivt fyrir þig.

Nafnlaus sagði...

Hæ mín kæra. Það er ekki laust við að ég glotti út í annað þegar ég les þessa færslu og sé leynilegan aðdáanda skrifa til þín komment. Einu sinni átti ég leyndan áðdáanda sem ég komst að því að væru tvær sniðugar stúlkukindur í miðbænum. Veit ekki hvort þig rámar eitthvað í það :)

ég bið að heilsa sniðugum skrifanda þínum og bið enn betur að heilsa þér til útlandsins mín sætasta :)

þín kollster

Dilja sagði...

þú ert að muna þetta vitlaust kolla, það vorum VIÐ TVÆR sem vorum að stríða Maríu hahaha:D

plús það að ég hef algjöran húmor fyrir þessu...

en forvitnin er nú mín sterkasta hlið;)

Nafnlaus sagði...

ég giska að þetta sé Tinna hehe

Dilja sagði...

nú afhverju?

Nafnlaus sagði...

Voru þið sigga ekki einhvern tímann að stríða henni eða hehe :)??