fimmtudagur, júní 14, 2007

Orðlaus

Síðasta vika hefur verið ein sú allra besta í mínu lífi, hingað til. Ég er aðeins að koma til jarðar og mér líður eins og ég hafi verið inní eigin bíómynd. Þeas ég hefði ekki getað skrifað skemmtilegra handrit, né leikstýrt þessu betur...hvað þá valið betra fólk. Allt þetta fallega fólk, svona háskólagengin og fín.

Við erum búin að vera að grilla uppá þaki, sóla okkur á bestu svölum í heimi, hlusta á Beach Boys, drekka kampavín, borða brunch á huggulegum kaffihúsum, fara á ströndina og fá bíkínífar, halda surprice partý fyrir kennarann okkar, halda þykistunni afmæli með dvergaþema, fórum svo í 3ja daga ferð til Aasen. En þangað fórum við fyrstu dagana okkar saman í ágúst 2004. Allir svo sætir og fínir í sandölum og ermalausum bol. Alltaf að rifja upp og kannski gráta smá (eða bara svolítið mikið). Ljúfsárt er kannski besta orðið yfir þessar kveðjustundir.

Ég er búin að reyna að finna orð til að lýsa þessum skóla í 3 ár núna. Ég held að ég sé líka búin að gefast upp. Þetta var bara ein stór ó-lýsan-leg ferð.

Ævintýri lífs míns lýkur á morgun, föstudaginn 15.júní. Ég er ánægð að hafa fjölskyldu og vini hjá mér á þessum hátíðar degi.
--->Skrifa meira seinna, þegar ég er komin þetta tilfinningarúnk sem einkennir mig og Team 11 þessa dagana. Væmna Diljá í hæðsta gæðaflokki. Ekki amalegt. Set líka inn myndir sem fyrst.

Ykkar
Diljá sem er að fara að útskrifast á morgun

8 ummæli:

huxy sagði...

ó-lýsan-lega mikið til hamingju dillidófurófa

Nafnlaus sagði...

ohoo en yndislegt alveg hreint. þú ert búin að upplifa svo margt frábært og standa þig svo vel. ég vildi að ég gæti komið út og verið með þér en við baunin verðum með þér í anda. knús hamingjusama stúlka og hafðu það óendanlega gaman á morgun!

Nafnlaus sagði...

Til hamingju elsku Diljá með árangurinn, áfangann og ánægjuna :)

Nafnlaus sagði...

Hafðu það svo ótrúlega gott úti.
Hlakka til að fá þig samt hingað heim ;)
Ég ætla að reyna að vera viðstödd í huganum í partýinu ykkar....ó það var svo gaman í útskriftarpartýinu í fyrra. Og í öllum hinum Kaos partýinum sem ég fór með þér.
:*

Nafnlaus sagði...

Ohhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhh! Yndislegt...ég fæ flash-back. Langar næstum því til að fara að gráta. Njóttu morgundagsins til hins ýtrasta. Dansaðu fram undir morgun, knúsaðu bekkjarfélagana, dansaðu af þær fæturna, gráttu úr þér augun, borðaðu morgunmatinn á svölunum klukkan sex, dansaðu meira, líttu yfir skólann í síðasta sinn sem nemandi og labbaðu svo á tánum heim (það gerði ég;-) við sólarupprás í Árósum með bros á vör. Ég verð með þér í huganum. Ég missti af þér á msn í gær og svo var ég að reyna að svara sms-inu þínu en það vildi ekki yfir hafið einhverra hluta vegna...Eigðu yndislegan dag. Hlakka síðan til að sjá þig í júlí.

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með útskriftina Diljá mín !
kv.Jóhanna

Nafnlaus sagði...

Innilega til hamingju aftur dúllan mín. Yndislegt að þetta hafi verið svona gaman og hamingjuríkt hjá þér.

Ég hlakka til að sjá þig á Íslandi elskan mín.
þín Sara

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með útskriftina og gangi þér ofsa vel á íslandi í spennandi starfi :)