
Daily Mirror, eitt stærsta dagblað Bretlandseyja, nefnir Iceland Airwaves sem eina af bestu tónlistarhátíðum heims í úttekt sem birt var í blaðinu um síðustu helgi. Þar er Iceland Airwaves í góðum hópi virðulegra viðbrurða á borð við Fuji Rocks í Japan, Benecassim á Spáni og The Big Day Out í Ástralíu sem Björk lék á í janúar.
Belgíska festivalið Pukkelpop toppar listan yfir bestu hátíðir heims, Iceland Airwaves tekur #6 sætið - þarf að láta í minni pokan fyrir nokkrum eldri og stærri viðburðum, en ef við miðum við stærð (svo ekki sé talað um íslensku höfðatöluna) er þessi nyrsta tónlistarhátíð heims á toppnum.
Að öllu gríni slepptu þá eru aðstandendur Iceland Airwaves ánægðir með að vera í góðum hópi bestu tónlistarhátíða heim.
Iceland Airwaves 2008 fer fram í miðborg Reykjavíkur daganna 15.-19. október. Tilkynnt verður um fyrstu listamenn hátíðarinnar í ár á næstu vikum samhliða því sem miðasala hefst á alþjóðavettvangi.
Framkvæmd Iceland Airwaves er í höndum Hr. Örlygs í samvinnu við Icelandair og Reykjavíkurborg.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli