fimmtudagur, maí 03, 2007

Bölmóðssýki og brestir

Skóböðull. Skó.Böðull. Ég böðla alla skó sem ég á. Reyndar nota ég aldrei orðið böðlun eða að böðla nema í þessu samhengi. Ég veit ekki um neinn sem fer jafn illa, en samt jafn ómeðvitað með skónna sína. Og ég.

Ég vil fá öll ráð og aðstoð til þess að takast á við þennan vanda? ok.
Hvað er ég að gera vitlaust? Og hvað get ég gert til að koma í veg fyrir þetta?

Talið við mig, til þess er ég hérna...

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Maðurinn minn, hrúturinn eins og þú, er sá allra mesti skóböðull sem ég þekki! Hann rústar skóm á alltof fáum mánuðum og þó er ekki eins og hann eigi bara eitt par í einu. Hrútarnir þjösnast áfram með hornin á undan sér, þið farið greinilega með fæturnar fyrst og látið skónna taka af höggin.

En ég... já ég á sko ennþá 4 ára gamla Campers skó í góðu stuði! Enda er ég ekki hrútur heldur vog.

Þannig að mitt ráð er: skiptu um stjörnumerki prófaðu að vera vog og gáðu hvort skórnir endist ekki aðeins lengur!

Spurning um að maður fari að opna hot-line fyrir ráðleggingar.

Nafnlaus sagði...

Klára ekki bara allar miðbæjarrottur skóna sína rosa hratt á öllu þessu bæjarrölti sínu?
Held það sé best þú fáir þér bara bíl. Eða nýtur þess bara að kaupa fleiri og dýrari skó af því þú ert að spara svo mikið á því að eiga ekki bíl....

Nafnlaus sagði...

hey prófaðu bara að læðast??!! ;) heldurðu að þú sért frík og þurfir innlegg????

Sigríður sagði...

KLÁRLEGA þarftu að fara í göngunámskeði hjá Tyru Banks!!!!

Yggla sagði...

sekur skóböðlahrútur hér á ferð!!!

eina ráðið sem ég get gefið þér:

"mundu að gera ráð fyrir skókaupum í hverju einasta mánaðarbudgeti!!!"

B I N G Ó...

málið dautt!

Dilja sagði...

ok skipta um stjörnumerki, tjékk!
eða fá mér innlegg, námskeið hjá tyra banks hljómar mjéug vel, eða?
og
kaupa nyja skó mánaðarlega;)

takkfyrir!

Kamilla sagði...

Ok, ég sá einu sinni konu í sjónvarpinu sem átti milljón pör af skóm. Hennar ráð til að halda skónum fínum var að vera aldrei í einu pari meira en þrjá daga í röð...

Ég fer reglulega með mína skó til skóarans til að halda þeim góðum og þá ekki endilega þegar þeir eru orðnir alveg svakalega sjúskó.

Hmmm...

Svo getur þú auðvitað keypt fullt fullt af skóm þegar ég held fatamarkað í júlí;) Billigt, mand!

Lovjú.

Dilja sagði...

Verður markaðurinn ekki að Njálsgötu 16?:)
vá hvað ég hlakka til að fá þig heim!!!