fimmtudagur, maí 29, 2003

Jisúss hvað þetta er búið að vera yndislegur dagur!
Ég tók daginn snemma og tók íbúðina alla í gegn. Ekkert smá ferskt á Njallanum núna. Svo kom hún mútta í heimsókn og við ákváðum að fara á Súfistann og fá okkur að snæða (elska matinn þarna, gæti lifað á honum svei mér þá!) Þaðan ákváðum við að fara á sýninguna í Nýlistarsafninu. Þetta er víst svaka speki sem maður þarf að stúdera alveg til að skilja, en samt sem áður alveg rosalega flott og "ketzí". Þegar við röltum á laugaveginum sáum við að það var svaka opnun hjá Ljósmyndaskóla Sissu, við þangað. Þar var troðið og varla hægt að sjá myndirnar. En mikið er ég alltaf heit fyrir ljósmyndun, ætla að láta þennan draum rætast á næstu misserum. Svo röltum við til hennar Ásu æskuvinkonu mömmu sem sat í garðinum og lét sólina sleikja sig. Alltaf gaman að hitta e-n sem maður hefur ekki hitt í allt of langan tíma. Þar sátum við þangað til ég fór í vinnunna sem ég er núna.

Þetta er síðasta sýningin mín í Borgarleikhúsinu. Er smá hrærð yfir því. Búin að vera rifja upp yndislega tíma sem ég hef átt hér. Á þessum 2 árum hef ég kynnst fullt af skemmtilegu fólki og eytt með þeim flestum helgum vetrarins. Ég á eftir að sakna lífsins í leikhúsinu, það er svo mikið líf og fjör. Ekkert athugavert við það að mæta manneskju sem er að syngja hástöfum, góla upphitinaræfingu eða liggjandi í jógastellingu á miðju gólfi. Svo má ég ekki gleyma að minnast á sviðsmennina mína sem hafa snert hláturtaugarnar mínar oftar en margur annar, og slúðra með sminkunum það er alltaf kósí. Vá ég gæti talið upp endalausa hluti sem ég á eftir að sakna. Leikhús er búið að vera stór hluti af mínu lífi síðan ég var 16 ára og hef ég unað mér vel. *snöktsnökt*

Good bye leikhús good bye my love...ðós vör ðe deijs!

...týpiskt að ég verði svo mætt hérna næsta haust með synjun frá skólanum í Hollandi í höndinni. Maður veit aldrei sko!

Engin ummæli: