miðvikudagur, maí 21, 2003

J-Ú-R-Ó-V-Í-S-J-Ó-N.... eða eurovision songcontenst festival...eða e-ð

...hvað munum við heyra þetta orð oft á næstu dögum plús skiptin sem við erum búin að heyra það síðustu daga??? jahh mér er spurn! en við íslendingar erum líka svo miklir stuðboltar að við erum búin að gera hátíð úr þessum viðburði sem samanstendur af evrópsku fólki sem kemur saman að syngja léleg lög...en þau meiga vera léleg...eiga að vera léleg, því þau eru Júróvisjónlög. Svo fá þau stig frá hinum löndunum og stigin segja voða lítið um gæði lagana. Spekingar segja að pólítík...nokkurskonar skiptidílastigamillilandapólítík sé orðin sjálfsagður hlutur!

Við dúllurnar drykkfelldu á Fróni erum búin að gera þetta að hátíð, já ég myndi segja heilagri hátíð, því það þykjir ekkert sjálfsagðara en að sjá skilti í gluggum á sjoppum, ljósastofum og fleiri búllum, sem á stendur LOKAÐ VEGNA JÚRÓVISJÓN! Júróvisjón er nokkurskonar jól okkar íslendinga á vorin...er það ekki?

EN ég ku djamma! Ég er spennt, ég er líka íslendingur sem allt í einu í lok maí finnst þessi lög æði og læt þau kippa mér í gírinn!
Open your heart tell me your pain...its all part of who you are! íhaaa

Engin ummæli: