mánudagur, janúar 14, 2008

Pósturinn Páll

Í morgun fékk ég þriggja síðna bréf frá krúttinu Skattstjóranum í Reykjavík. Eftir að hafa lesið bréfið þrisvar sinnum yfir vel og vandlega er ég samt engu nær. Ég veit ekki hvort þetta voru jákvæðar fréttir fyrir mig eða neikvæðar fréttir.

Hvort segir það meira um mig eða val orðalags krúttsins?

Svo um daginn beið mín bréf frá Happadrætti Háskólans (með handskrifað á umslaginu). Ég hef tekið þátt í þessu happadrætti í þrjú ár og aldrei unnið neitt. Oh hvað ég var ánægð, loksins var hann kominn vinningurinn, og svo hár að þau sendu mér handskrifað bréf! Við opnun bréfsins kom þó í ljós að þetta var tilkynning um nýja og bætta heimasíðu HHÍ.

Hvurslags vúlgar mannvonska er þetta??!

Annars er hún Kamilla mín á landinu akkúrat núna, en þó í einungis sólarhring. Svo liggur leið hennar til New York og þaðan til Texas! En einmitt þar, í Texas, Austin Texas, munum við hittast aftur í mars. Nánar tiltekið á SXSW (south by south west tónlistar hátíðinni). Það þarf ekkert að pína mig í þetta. Ó nei nei.

Svo er ég að fara að byrja í skóla á ný. Skráði mig í eitt fag í HR. -Neysluhegðun og markaðssamskipti-var fyrir valinu. konsjúmerbíheifjör&marketíngkomjúníkeisjón!
Alveg hámóðins og ossalega sesssí! Fínt að halda sér við og læra meira og meira, meira í dag en í gær. Svo finnst mér mjög spennandi að læra á íslensku!

Bestu kveðjur frá skólastelpunni sem er alltaf í wooorldcless.
Þvílíkt toppeintak sem ég nú er...

4 ummæli:

Sigríður sagði...

Ég átti einu sinni miða hjá HHÍ. Vann aldrei neitt. Ég á þennan miða ekki lengur. Ég fæ samt alltaf sms sent þegar það kemur vinningur á miðann!!

Nafnlaus sagði...

Vildi að ég væri með eitt stk Worldclass hérna hjá mér. Það er erfitt að drulla sér á fætur til þess að fara að hlaupa út í rigningu, kulda, roki og bilaðan iPod sem ég óska sé að fara að vakna til lífs.

Áður fyrr fékk ég alltaf e-ð brjálða mikið frá skattinum (100.000) í dag skulda ég þeim alltaf e-ð :( Ég spái því að þú sért bráðum að fara að vinna e-ð...

Dugleg stelpa dugleg í skólanum :)

Rósa María

Nafnlaus sagði...

Ég þoli heldur ekki svona bjúró-málísku! Maður er alltaf í geggjuðu nojukasti þegar kemur að skattaskýrslutímabilinu, dauðhræddur um að klúðra e-u bara af því að það sem skatturinn kallar "leiðbeiningar fyrir skattaskýrslu" er á jafn mikilli japönsku og skýrslan sjálf. Svo ég tali nú ekki um fæðingarorlofið... Við vorum e-ð að kynna okkur þetta um daginn og ég fór næstum að grenja! Þess vegna held ég að það sé rosa gott að þekkja lögfræðinga og/eða hagfræðinga, þeir eru eina fólkið sem fer í kúrsa í Háskólanum sem kennir bjúró-málísku.

Gaman að rekast á þig í Bónus um daginn. Hafðu það gott og kveðja frá okkur :)

Nafnlaus sagði...

Elsku toppeintakið mitt!!!
Sorry seinaganginn að svara, soldið búin að vera í ammmmælum og svona í vikunni, á morgun er það svo Hlés okkar sem ætlar að eiga afmæli. Ég vil svo mikið gjarnan fara í Sleik, skríkja og allan pakkann. Finnum tíma!!
Stóóhórt knús, Matta