miðvikudagur, desember 05, 2007

Jólin á Njálsgötu


Í fjögur ár hef ég saknað þess að halda jólin heima hjá mér, á Njálsgötunni. Öll þau jól sem ég bjó erlendis dreymdi mig um að vera með jólalegheit heima. Kaupa tré og hafa nóg af seríum, stinga negul í mandarínur, gera aðventukrans og spila jólalögin 24-7.
Þessi söknuður hefur orðið þess valdandi að ég er nú með gífurlegar kröfur á þessa blessuðu aðventu. Nú vil ég ekkert nema perfeksjón og sú stund sem ég skreyti þarf að vera heilög.
Ekkert smá mikið vesen!

Til dæmis í gær þá ætlaði ég að hengja upp e-ð svona jólaljósaseríustjörnunet í einn stofugluggann. Fyrst setti ég í vél (fannst það e-ð svona heimilislegt) setti svo jólalag á, og svo upp á stól, hengja, krækja á nagla. Stökk svo niður til að sjá, og þá var þetta allt skakkt og kramið, né þakkti allan gluggann.
Fór þá bara í fýlu.

Hér með er ákveðið jólalegt kvöld hjá Dill og Mill á fimmtudagkvöldið. Upp með skreytingar, saman með kransinn, og kannski bara skella sér á jólatréið?
Fyrir þá sem ekki vita er Kamilla ekki í saumaklúbb, svo þetta verður hennar saumaklúbbskvöld. Saumaklúbburinn Dill og Mill, á sér líka drykkinn Dill og Mill (mildur morgunsafi EÐA suðrænn safi í gulan Egils kristal, subway klakar og rör)

Engin ummæli: