Síðasta helgi var góð. Ég borðaði sushi. Ég fór í sund. Ég talaði við listamann. Ég sýndi útlendingum reykjavík, ó hvílík borg. Ég reyndi að breyta la ugar dalsh oll í stjörnuvænt umhverfi. Ég sá flottan rokkdúett spila hráa tónlist. Ég var oft þreytt. Ég djammaði á hvíldardegi Drottins. Ég djammaði í NaktaApanum. Ég var á setri við sjó. Ég reifst við mann sem er 30 árum eldri en ég. Ég eyddi 170.000 krónum af debit reikningi mínum. Ég talaði um Sigga, Hafdísi og Rikku dóttur þeirra. Ég borðaði ógeðslega mikið. Ég reykti ekkert rosalega mikið. Ég dagdreymdi. Ég framkvæmdi. Ég frestaði. Ég.... Æ ég bara ég bara....veit ekkert hvað ég á að skrifa hérna á þetta blessaða blogg.
I still don't know what I was waiting for
And my time was running wild
2 ummæli:
nei ég meina ég talaði við listaKONU!
Mer finnst thu yndisleg
Skrifa ummæli