þriðjudagur, mars 25, 2003

Búin að vera spá mikið í þessu flugfreyjudjobbi undanfarið...mín spurning er; Hvað er svona merkilegt við þetta starf í dag?
Ég skil alveg hvað var í gangi hérna fyrir uþb 30 árum, þá ferðuðust íslendingar ekkert mikið, bara ríku stubbarnir og þeim kynntust freyjurnar og var í kjölfarið boðið í fín partý og svona rugl. Þær fengu yfirleitt nokkura daga stopp í hverju landi, sérstaklega ameríku;landi drauma og tækifæra. Ef þú varst flugfreyja þá vissir þú að þú varst yfirburða sæt og gáfuð. Þær áttu allt sem ekki fékkst á Íslandi, bjór, m & m´s og fallegar snyrtivörur í massavís, já og falleg merkjaföt sem íslendingar þekktu aðeins frá tískuvikunum í parís.

Í dag:Kröfuharðir Íslendingar á fyllerí á öllum tímum sólarhring. Þær vakna klukkan 5 og mæta í rútu til að fara í þetta mötuneitisdjobb, sem gengur út á að færa þessum umtöluðu íslendingum mat á plastbakka og taka þá svo af borðunum. Labba svo með kerru og sem er búð og taka við velstaujuðum vísakortum og renna þeim í gengum sleðann. Það eru engin stopp í hinum stóra heimi. Svo koma þær dauðþreyttar heim, því flugtak og lending tekur gífurlega á líkamann. Jú þær eru nú flestar voða sætar, en kannski ekki allar og vá það hlýtur að vera pressa á þeim. Búningurinn okkar er mjög fallegur miðað við aðrar þjóðir, líka hannaður af ítölskum hönnuðum minnir mig. Þetta starf er bara snobb og ekkert meir.

Engin ummæli: