Síðasta helgi var að mínu mati alveg frábær helgi, innihaldsrík og stútfúll af góðum stundum og enn betri vinum. Má til með að deila henni með lesendum bloggsins míns.
Á föstudagskvöldið komu saman vinkonur mínar úr ÖLLUM áttum (ásamt mér) á Nasa. En þar hélt Hr.Örlygur, í samstarfi við Grapevine, Airwaves upphitun. Frábært framtak, en þar fengu þeir sem hafa nú þegar keypt sér armband á hátíðina, smá forsmekk, forplay, smakk af því sem koma skal. Vinkonur mínar komu reyndar af því að það var frítt áfengi. Shiiii...
Svo var haldið á "barinn", eða Ölstofuna. En þar hitti engan annan en hann pabba minn, hann hafði verið dreginn út á lífið af Brunamálastjóra Ríkisins. Pabbi bauð skástu dóttur sinni í glas og við fórum á trúnó. Glæsilegt.
Á laugardagsmorgunn var hringt út og boðið í morgunverðarhlaðborð á Njálsgötunni. Scramled eggs a la Diljá, bóndbrauð, djús-sódavatnsblanda og Frank Sinatra. Mmm klikkar aldrei.
Smá kúr eftir morgunmatinn og svo var haldið í laugar-spa með Söndrunni minni. Málin voru krufin í heitustu gufunni og dottað í hvíldarhreiðrinu við arinneldinn. Mætti fílefld til leiks á ný og við Ástríður fórum á American Style, úff úff úff. Er ennþá södd.
Eftir stutta heimsókn í vinnustofu Nakta Apans héldum við svo á Heima-eða mynd Sigur Rós um tónleikaferðalag sitt á Íslandi 2006.
Sem mikill, sannur og einlægur aðdáandi hljómsveitarinnar voru þetta rosalegar 110 mín. Ég get varla líst þessu nógu vel. Ég segi að þetta sé þribbel. Þettu voru tónleikar, fallegar íslandsmyndir og krúttíleg viðtöl við liðsmenn. Allt saman. Ég fór oft að gráta og gæsahúðin var stöðug. Þessi fær 5 stjörnur af 4 hjá mér.
Á sunnudagsmorgunn var nýr þáttur af Greys Anatomy kominn í hús og við Ástríður heimalingur hentumst frá rúminu uppí sófa og gleyptum þessa spítalasnilld í okkur í morgunsárið. Svo komu Kata súkkulaði og Ragnar í huggulegheit. Á meðan tók ég mig til og loks fórum við Ragnar uppstríluð í brúðkaupsveislu elsku Kollu og Lilju. Brúðirnar voru fallegar og geisluðu og ég samgleðst þeim innilega. Kolla svo vær með bumbuna og Lilja algjer skutla í flotta Karen Millen kjólnum. Boðið var uppá ekta íslenskt hlaðborð, eða brauðtertur, snittur, flatkökur, kleinur og hnallþórur. mmmm. Til hamingju aftur!
Á sunnudagskvöldið lágum við Ragnar og Kamilla í sófanum góða og töluðum frá okkur allt vit og lásum gömul blogg fyrir hvort annað.
Dásamlegt alveg hreint.
Langt síðan ég hef bloggað svona.
Eigið góðan dag kæru lesendur!