

Team 11 náði ákveðnu markmiði sínu í gær og hér með erum við þá formlega "búin" hérna í SanFrancisco. Þegar ég lít til baka þá sé ég hversu mikið ég hef lært. Bæði "úr bókinni", þeas það sem er á námsskránni. Og svo líka bara af SanFrancisco og sjálfri mér á nýjum slóðum. Þessar myndir eru af hópnum mínum og svo bekknum mínum og voru teknar í gær.
Núna er ég að reyna að fá miða á COACHELLA hátíðina í Palm Springs. Ein flottasta tónleikahátíð sem er haldin í USA. ó já Ó já! Verð að komast.
Ætla bara að taka því rólega í dag, hálf þreytt. Fara í sólbað á þakterrassinum með Rún og svo er pick nick með e-um úr bekknum á eftir. Já sólin skýn og mér líkar það...
Bæjó og góða helgi börnin góð