með að ég kíkti við! Stutt stopp á Íslandi sem innihélt eitt stk Valentínusardag. Dag elskenda en líka afmæli. 9 ára þessi elska! Ég. Við.
Valentínusardagurinn 2006 var eitt stórt stefnumót við þá sem ég elska. Hér kemur hann í máli og myndum.

Vaknaði í nýja rúminu hennar Hörpu, ásamt Hörpu. Í gegnum tíðina hef ég oftast sofið við hlið þessarar fögru stúlku.
Fór svo í morgunkaffi til Ömmu og Afa. En ég gleymdi myndavélinni útí bíl og fangaði það boð því miður ekki á mynd.

í hádeginu fór ég með manninum í lífi mínu út að borða. Við töluðum um ástina, mig, hann, og allt hitt fólkið sem engin sér og verkefnin mögulegu.

Hér sjáið þið Höllu á leiðinni útúr Laugardalslauginni. Þar áttum við pottarstefnumót. Sem þýðir ekkert nema tilfinningarleg heilun á klukkutíma. Spottprís, aðeins 280kr. Hvar væri ég án Höllu? ó sei ó sei hósei!
Ég hljóp svo niður á uppáhalds kaffihúsið mitt sem heitir Súfistinn og þar átti ég rómantískt stefnumót við Loftkastalastelpurnar mínar. Tinna, Maj-Britt og Sara Bjarney voru knússaðaðaðar í kaf og rot. Við skiptumst á V-gjöfum og ég fékk augnajurtaslökunargrímu sem sló rúmlega í gegn. Fyrir flugið sko;) Mynd kemur seinna!
Eftir Súfistann lá leiðin á rómantískt stefnumót með mömmu minni, hinni einu og sönnu. Við spisuðum á Austur-IndíaFjélaginu, mmmm. Svo sýndi hún mer nýja staðinn sem hún og Sigga eru að fara opna með vorinu. Ótrúlega spennandi!!
Klukkan 9. fórum við svo 3 á Minningar Geisju sem er mjög góð. Hver náði samt að dotta? Bjór fyrir þann sem fattar...!
Dagurinn byrjaði með þeirri sem hann byrjaði með. Góður dagur. En núna er ég á leiðinni aftur út á völl. Við tekur uþb 2ja sólarhringa ferðalag. Hvorki meira né minna. En endastöð er SanFrancisco.
Ég kveð í bili.
bæjó